|
sunnudagur, ágúst 03, 2003
Enn víkar sjóndeildarhringur okkar, allavega þegar kemur að næturlífi í Seattle. Á föstudaginn brugðum við okkur á Ballroom í Fremount. Nú vitum við hvar allt fallega fólkið heldur sig, fólk var meira að segja þokkalegt til fara og flestir virtust vera á okkar aldri. Við áttum svo sannarlegt skilið að skvetta örlítið úr klaufunum, Kúkkí hefur varla litið uppúr bókunum í næstum tvær vikur, Oscar er enn að jafna sig eftir prófið og verlsunarferðina. Ég er ekki ennþá búin með Harry Potter en það verkefni er efst á forgangslistanum þessa dagana.
Í gær kynntum við okkur úrval nýlegar kvikmynda af Blockbuster enda skýjað og ekki nema um 20 gráður megnið af deginum. Það er ekki laust við að við séum að verða full vandlát á veðrið......... Ég bíð eftir rigninga degi og hef beðið ansi lengi, bæði spara það okkur pening og vinnu við að vökva garðinn og svo get ég setið inni við tölvuna án þess að fá sannviskubit. Ég er komin með fullt af myndum frá Spesol og hugmyndir líka hvernig mig langar að setja það upp svo nú bíð ég bara eftir roki og rigningu. Það er samt ekki í spánni næstu 10 dagana allavega.
Nú er bara að fara að vinna í að klára Harry Potter og baða sig í sólinni.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:00 f.h.
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Löngum hef ég haldið því fram að hjúkrun væri list og það er að koma betur og betur í ljós eftir því sem að ég sinni rannsóknarvinnu minni. Já er um þessar mundir að skipuleggja mastersrannsóknina mína og mun ég gera hana á Vogi. En til að geta gert rannsókn af einhverju tagi þar sem verið er að skoða mannlega hegðun verður að fá samþykkir fyrir rannsókninni hjá Vísindasiðanefnd, bæði skólans og þeirrar íslensku. Þannig að núna vinn ég hörðum höndum að því að skrifa fylla út umsóknareyðublöðin og viti menn, þarf ég ekki bara að semja handrit fyrir alla þá sem munu hafa einhver samskipti við þátttakendur. Sem dæmi um það þarf ég að semja handrit fyrir símadömuna á Vogi sem mun kynna rannsóknina fyrir unglingunum áður en þeir koma á staðinn. Ég verð að segja það að ég hef nú lúmskt gaman af því að geta látið fólk segja nákvæmlega það sem ég vil. Loksins kom að því að ég fæ að ráða hvað fólk segir :Þ Hún á t.d. að segja: Góðan daginn....(3 sek pása) ég er að hringja til að láta þig vita af því að þér hefur verið úthlutað pláss til meðferðar á Vogi þann......... og svo videre. Kannski ég geti sótt um listamannastyrk til íslenska ríkisins og lagt fram þessi handrit mín, ja ekki slæm hugmynd...tíhí.
En I'm off to school til að læra meira um listina :Þ
Góðar stundir.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:53 e.h.
þriðjudagur, júlí 29, 2003
Í sólinni í gær var haldið í pílafrímsferð til IKEA. Líkt og pílagrímarnir forðum vorum við ekki með nákvæmastaðsetningu á hreinu. Við tókum því stefnuna í suður og ætluðum svo að treysta á að norræn arfleið okkar myndi leiða okkur á áfangastað. Svo við gerum langa sögu stutta, þá staðfestum við enn og aftur að við erum af Írum komin eða Svíar af ...... Allavega náðu norrænu straumarnir ekki að tengja okkur og við enduðum á að spyrjast til vegar. Ég viðurkenni það blygðunarlaust að við spurðumst til vegar, á það ekki að vera þroskamerki ?
Fyrst við vorum komin langleiðina til Californiu ( það finnast okkur allavega ) ákvaðum við að kynna okkur verslunarhefðir heimamanna. Smátt og smátt safnast í reynslu bankann, því nú vitum við að verlunarmiðstöðvar eru opnar til 21:30 en kanarnir eru flestir farnir að sofa á þeim tíma....eða fljótlega uppúr því. ERGO, milli 20:30 og 21:30 er tilvalið fyrir nátthrafna eins og okkur að kíkja í búðir.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:48 f.h.
mánudagur, júlí 28, 2003
Hvað gerðum við svo af okkur um helgina ? Við getum náttúrulega byrjað á að fullyrða að við gerðum ekkert af okkur heldur vorum landi okkar og þjóð til sóma, eins og okkar er von og vísa.
Það er frekar heitt hérna þessa dagana og hefur athafnasemi okkar verið í fullu samræmi við það. Við sitjum úti í sólinni á daginn þar til það verður nánast óbærilegt, þá færum við okkur inn og reynum að koma einhverju í verk. Það gengur misvel en Kúkkí hefur án efa vinninginn þessa helgina hvað vinnu afköst varðar.
Annars var gestkvæmt í Sesamestræti þessa helgi, eldsnemma á laugardagsmorgun fór prófessorinn frá okkur. Ég veit ekki hvort hægt er að kalla húseigandann gest, en hann gisti allavega í gestaherberginun. Á laugardagskvöldið fengum við svo Sofíu, Pétur og krakkana í grill. Við Kúkkí grilluðum okkur túnfisk, þótt við vissum í raun ekkert hvað við vorum að gera tókst rosalega vel til. Héðan í frá held ég að við grillum bara túnfisk eða annan furðufisk : )
Það er fátt betra en að sitja úti í garði á heitu sumarkvöldi í góðra vinahópi, krakkarnir að sprika í buslulauginni og týna epli og við að leysa heimsinsgátur, þetta er bara eins og í bíó.
Þvottabirnirnir heimsóttu okkur svo um nóttina og brugðu sér í sund í buslulauginni sem við settum upp í garðinum. Verst hvað neglunar á þeim eiga illa við svona uppblástnar laugar, ég get þá allavega dundað mér við að bæta hana næstu kvöld.
Á sunnudaginn hélt gestagangurinn áfram þó svo minni hafi borið á fjölfætlingum ( hér er vísað til lífvera sem nota fleiri en tvær fætur til þess að komast um að staðaldri ).
Þótt það væri vel heitt og glampandi sól töltum við út á útimarkaða í Ballard, þetta átti víst að vera sjávarréttahátíð en frekar fór lítið fyrir fiskiafurðum. Þótt við hefðum búist við mun meira af sniðgum fiskiréttum skemmtum við okkur bara vel. Borðum hálffullan ''Hagkaups'' poka af nýtýndum kirsuberjum og smökkuðum krókódílakjöt.
Það er ekki nema sanngjarnt að ég minnist aftur á yatzi ''túrnumentið'' í sesamestræti. Ég kom geysi sterk inn í upphafi og það voru fáir sem áttu ''séns'' í mig. Reyndar var ég alltaf afskaplega kurteis við strákana enda er það ekki döma siður að vinna pitlana sem hætta sér inn í Sesamestræti.
Nú eru hinsvegar breyttir tímar, ég kasta orðið upp á ásana af miklu metnaði en ekkert gengur, þó svo reglum leiksins sé breytt til þess að auka möguleika mína nægir það ekki til.
Ég hef því vökvað grasið extra mikið undanfarið til þess að hvítihestur riddarans verðu nú ekki svangur svo sit ég bara við gluggan og bíð hans.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:17 e.h.
|
 |