{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, júlí 19, 2003}

 
Loksins kem ég mér vel fyrir með lyklaborðið og reyni að leggja eitthvað af mörkum hér á þessa síðu okkar. Það verður nú að segjast að undan farnar vikur, eftir að kvarterið byrjaði aftur þá hef ég verið svo önnum kafin að læra að margt hefur mátt sitja á hakanum hvað tengslamyndun og viðhaldi kemur. Ég vona samt og veit að fólk tekur viljann fyrir verkið þannig að einhverir eru að fylgjast með teljaranum hérna til hliðar og hafa hugsað sér að kasta á mig kveðju á klakanum. Jamm það verður spennandi að sjá hverir eru þrautseigastir.

Ekki ætlað ég að segja ykkur frá því sem ég er að lesa í skólabókunum enda ærir það óstöðugan en hins vegar hef ég líka verið að gera margt athyglisvert sem vert er að gefa ykkur hlutdeild í. Fyrst ber að nefna að ég er farin að vera í verknámi á nýjum stað og mun að öllum líkindum verða þar næstu 6 til 9 mánuðina. Þið sem mig þekkið vitið að ég get ekki farið venjulegar slóðir og því kemur kannski ekki á óvart að ráðgjafastofan sem ég er að læra hjá núna sérhæfir sig í þjónustu fyrir samkynheigða og kynskiptinga síðan 1967. Það vill svo til að stofan er nýbúin að fá leyfi fyrir því að reka vímefnameðferð og það er í þá reynslu sem ég er að sækja.

Svo er ég í einum kúrs sem fjallar um málefni geðsjúkra afbrotamanna og í þar síðustu viku fórum við í vettvangsferð í McNeil fylkisfangelsið og eyddum þar heilum fyrr part dags en svo var haldið sem leið á á réttargeð-sjúkrahúsið þar sem hýstir eru til meðferðar þeir sem hafa framið alvarlega glæpi en voru ekki taldir það andlega heilir að þeir væru ábyrgir gerða sinna..........jamm Hannibal Lecter hvað :Þ Afar athyglisverður dagur fyrir mig og aldrei að vita nema ég noti sambönd mín og komi mér í vettvangsferð á Hraunið þegar ég kem heim, svona rétt til að gera samanburð. Er ekki hægt að fá styrk frá Dómsmálaráðherra til þess?

Eitt þykir mér samt verst í öllu þessu........ég læri og læri á meðan út er glampandi sól, dag eftir dag. Hins vegar er ég búin að þróa með kerfi sem virkar vel. Ég sit með bækurnar úti í sólinni á pallinum og les fyrir hádegið og svo þegar er sem heitast yfir miðjan daginn fer ég inn að vesenast í tölvunni........jamm nýtt plan svo ég verð að láta ykkur vita hvernig gengur.

En nú ætla ég að fara niður og slæpast smá með BB og Oscari.....þar sem við eigum það öll skilið eftir afkasta mikinn dag.

Góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:55 e.h.



{miðvikudagur, júlí 16, 2003}

 
Nú hafa miðvikudags söngstundir í Sesamestræti legið niðri um all langa hríð, kannski það sé áheyrendum fyrir bestu ? Hinsvegar upphófst yatzi einvígi mikil í gærkvöld. Það þarf varla að spyrja að leikslokum þar enda færni Big Birds í yatzinu marg rómuð. Þetta er allt saman spurning um að halda í sannfæringu sína, ekki hætta við fimmu yatzi þó svo þú sért bara komin með eina fimmu eftir tvö köst.

Það er því alveg augljóst að ég geng ekki út á næstunni. Ég er farin að hallast að því að ég sé ekki bara heppin í yatzi ( þetta er náttúrulega aðallega færni bara smá heppni með ) heldur líka þegar spáð er í spil fyrir mér....
Mér bauðst að frelsast í gær, það átti að drag mig á eitthvað námskeið sem myndi breyta lífi mínu. Ég var nú frekar hikandi enda seint verið talin mjög trúuð, ég er nú bara Íslendingur. Heiðinginn, ég, hliðraði svo ögn sannleikanum til þess að komast hjá þessari samkomu. Fyrr má nú vera trúleysingi, lýgur sig út úr frelsuninni....ég held að mér sé ekki við bjargandi.

Eitthvað var verið að etja mann til þess að segja næturlífssögur helgarinnar. Við fundum fullt af nýjum skemmtilegum klúbbum og sífellt bætist í safnið næturklúbbar sem eru opnir fram yfir miðnætti. Hinsvegar sátum við heim í gær og spiluðum yatzi og segir það meira en mörg orð um hversu stilltar og prúðar við ávalt erum.
Vissu þið annars að Harp er seldur á ''írsku kránum'' hérna og að með því að fara á alþjóðabjórhátíðir kemst maður að því að það er til annar bjór en Heineken, Corona og Bud ligth.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:33 f.h.


spacer