|
sunnudagur, júlí 13, 2003
arrrrrrrrrrrg, ég var búin að skrifa heillangt blögg um strandferð, íslenskt lamba kjöt og næturlíf en það virðist vera horfið mér að eilífu. Að sjálfsögu kvarlar það ekki að mér eitt augnablik að endurskrifa það og við það situr.
Hinsvegar finnst mér alveg nauðsynlegt að segja frá því að á föstudaginn sjáum við Johnny Depp í gervi sjóræningja í Karabíska hafinu og var sú mynd hrein snilld eða það fannst mér allavega. Johnny Depp fer á kostum og ekki er mótleikari hans síðri, sami leikari og leikur álfinn í Hringdróttissögu held ég (ég man ómögulega hvað hann heitir og nenni varla að fletta því upp...... ) Allavega er myndin bara hin mesta skemmtun og vel þess virði að kíkja á hana.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:23 e.h.
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Það er naumast hvað tíminn líður, bara komin fimmtudagur. Síðustu dagar hafa svo sem ekki verið neitt sérstaklega viðburðarríkir í Sesamestræti að undanskilinni hárlitunni. Það var komin rót niður á mitt bak svo því varð að redda. Til þess að veita okkur Kúkkí móralskan stuðning og hjálpa til við mótunar nýrrar rannsóknarhugmynda var kölluð til Sofía sem brunnaði til okkar á nýja, matta bílnum sínum. Sofía og fjöldskylda fóru nefnilega í óvissuferð um helgina og enduðu á að keyra eftir ''frekar'' þröngum vegi. Einhver sagði að þau hefði týnt ber af trjánum út um gluggann ? Ég hef reyndar ekki séð hvernig fjöldskyldu bílinn leit út eftir strokur trjána og leyfi mér því að deila í með að minnsta kosti tveimur.
Það eru engir Ferrari litir í gangi núna enda stúlkurnar orðnar ansi færar í hárlituninni, kannski við opnum bara stofu heima, hárgreiðslustofuna The American way, haldið að það yrði ekki brjáluð aðsókn ?
Annars vorum við að ræða þetta mál með bassann vs gítarinn og sjáum að við yrðum að komast til botns í þessu máli. Til þess er náttúrulega bara ein leið, helga jólafríið vísindunum og leggja af stað með bassa annars vegar og gítar hinsvegar og sjá hvernig veiðist. Til viðmiðunar þurfum við þriðju stúlkuna sem ber ekkert hljóðfæri og er hér með auglýst eftir umsækjendum.
Til þess að lágmarka skekkjuvalda eins og aðrar konur með hljóðfæri eða ekki hljóðfæri kemur rannsóknin til með að fara fram í miðausturlöndum en þar teljum við hverfandi líkur á að við mætum konum með bassa eða gítar. Staðarvalið hefur því ekkert með brúneygða, dökkhærða og súkkulaði brúna karlmenn að gera.
Vonast er eftir styrk frá Durex í þess ferð.
Sem ''back up plan'' ef svo ólíklega vill til að ekkert verður úr þessu er að koma heim um jólin.
Var ég búin að segja frá því hvað Bono og U2 voru geggjað flottir á Írlandi, ég geri sjálfsagt aldrei of oft !!!
Afhverju gengur ekki að pósta þetta og hvar er commenta kerfið.........snökt, snökt, snökt
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:22 e.h.
mánudagur, júlí 07, 2003
Skrítið hvað fimm mínútur geta verið lengi að líða stundum. Ég er að bíða eftir að tölvan klári eitt af jobunum mínum svo ég geti farið heim með góða samvisku, eitthvað ætlar nú samt að teygjast úr þessum fimm mínútum. Þetta er farið að minna á stundirnar þegar maður var krakki og beið í bílnum á meðan mamma skaust bara 5 mínútur inní búð eða eitthvað, það gátu stundum verið langar fimm mínútur allaveg fannst mér það stundum margir klukkutímar. Ætli það hafi nokkurntíman verið svo lengi, hver veit ????
Annars var þetta bæði gleðilegur dagur og ekki svo gleðilegur, Arvind félagi minn á labinu var að verja doktorsritgerðina sína í dag. Það gekk mjög vel sem er alveg frábært. Þetta þýðir hinsvegar að hann er að fara og ég verð ein eftir með verkefnið okkar, snökt, snökt, snökt.... Aumingja Kúkkí og Oscar nú verða þau líka að hlusta á mig bölva tilraunagræinu.
Gúllas og kartöflumús í kvöldmat, ummmmmmmmmm ég verð að fara að komast heim í strætið
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:16 e.h.
|
 |