{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, júní 06, 2003}

 
það er naumast hvað við erum löt að skrifa....en við settum inn nýjar myndir svo vonandi er okkur fyrirgefið. Það er myndir af Cris Martin út Coldplay !!!!

posted by Big Bird a.k.a. BB 2:37 f.h.



{þriðjudagur, júní 03, 2003}

 
Ég reyni yfirleitt að skrifa eitthvað annað á þessa síðu heldur en bara nákvæma lýsingu á því ég sem geri frá degi til dags, í dag ætla ég hinsvegar ad gera það. Helgin var alveg frábær, við fórum til Port Townsend á laugardaginn og 'chillinum' í fjörunni og í bænum. Á sunnudaginn kifum við svo Mountain Tiger svo var mjög skemmtilegt, ég mæli samt með að göngu garpar taki með sér kort næst þó svo þeir telji sig rata ALLT.....

Mánudagurinn var hinsvegar öllu verri, svei mér þá ef spaða tían úr spillunum hennar mömmur hafi ekki bara skilað sér.
Dagurinn hófst eins og allir aðrir mánudagar á að skutla Kúkkí í strandgæsluna og gekk það vandræða lítið fyrir sig. Gleðin upphófst svo þegar ég kom á skrifstofuna mína og kveikti á tölvunni minni. Tölvan gaf frá sér frekar undarleg hljóð þegar hún ræsti sig en þar sem engir neistar voru sjáanlegar leyfi ég henni bara að halda áfram. Ég var farin að halda að hljóðið hefði bara verið ímyndun því tölvan bauð mér kumpánlega góðan daginn og virkaði sem aldrei fyrr. Þegar ég var hinsvegar búin að skrifa eitt af verkefnum dagsins og hugðist vista það á þar til gerðum hörðum diski komast ég það því að hann var horfinn. Já forritin eru öll á einum disk og gögnin á hinum. Ég reyndi allar hundakústir sem mér datt í hug en allt kom fyrir ekki, diskurinn finnst ekki.
Eftir að hafa skrúfað tölvuna aftur saman ákvað ég að nota bara hinn diskinn og leysa þetta síðar.
Þá var komið að því að prenta, að sjálfsögðu var eitthver bilun í netprentaranum svo ég settist við sörverinn og græjaði það. Full bjartsýni prentaði ég svo út þessar 6 greinar sem mig vantaði fyrir tíma.
Prentarinn prentaði sannviskusamlega um 50 síður en þó alltaf bara hálfa síðu. Ég var nú aðeins orðin tæp á tíma svo ég ákvað að reyna ekki meira við þetta í bili heldur hlaupa yfir á skrifstofuna sem ég hef í efnafræði byggingunni og freista þess að prenta þaðan. Það leit allt vel út í fyrstu, eina síða og svo önnur en þá varð hann pappírslaus. Því reddaði ég í snarhasti enda ekki mikið mál, prentari ældi því næst út úr sér restinni af fyrstu greininni og hálfri næstu, þá hætti hann. Hef ekki hugmynd hversvegna en meira vildi hann ekki gera í bili.
Ég pakkaði því greininni einni og hálfri i töskuna mína og hljóp í tíma. Þar tók ekki betra við, við fengum tilbaka skyndipróf síðan í síðustu viku og svo umræðu tími sem ég hélt að ætti að vera á föstudaginn. Þessum tímum er líka sjónvarpað um alla Seattle svo það var ennþá skemmtilegra að vera óundirbúin.........gaman af því.

Eftir tíman var nú ekkert sérstaklega hátt á manni risið enda allt gengið á aftur fótunum hingað til. Ég tölti mér því inn á alþjóðaskrifstofuna bara til þess að fá staðfestinu á að pappírarnir mínu væru í lagi fyrir Evrópuferðina. Þar fékk ég þriðju leiðbeiningar um hvernig ég mætti skrá mig á sumar kvarterið, gaman af því og ég sem hélt að það væri það eina sem mér hefði tekist að gera rétt þennan morgun.

Ég fór svo aðeins niður á aðalskrifstofu framhaldsnámsins í skólanum, ég hef oft verið í sambandi við þá í gegnum email en aldrei komið á skrifstofuna. Þó svo ég finndi bygginguna í fyrstu tilraun tók það mig um 30 min að finna skrifstofuna. Mér til mikllar undrunar gekk þar allt hratt og vel fyrir sig samt.

Næst á dagskrá var svo að koma sér heim og hófst sú ferð á bílastæðuna að leita að bílnum, hátt í klukkutíma ráfði ég um bílastæðið í leit að gripnum og fann hann að lokum. Ferðin heim gekk vel og fórum við mamma fljótlega bara í bæinn.
Ég hélt svei mér þá að það ætlaði að rætast aðeins úr deginum þar sem við töltum í sólinn, alveg þangað til ég ætlaði að keyra út úr bílastæða húsinu í REI. Bílinn var alveg dauður.

Ég gekk náttúrulega bara út frá því að hann væri rafmagnslaus. Starfsstúlkan í afgreiðslunni gekk á milli manna að reyna að redda köplum en að sjálfsögðu höfðu flestir komið á hjóli enda yndislegt veður. Að lokum fannst þó yndælis piltur til þess að hjálpa okkur. Því miður nægði það ekki til svo við fengum far með dráttarbíl heim.

Þegar heim var komið var engin heima svo ég ákvað að tékka hvort nokkur skilaboð væru frá þeim félögum Kúkkí og Oscari í tölvupóstinum. Að sjálfsögðu var það full mikil bjartsýni að netið myndi virka á þessum líka frábæra mánudegi.

En nú er komin þriðjudagur og hingað til hefur hann ekki slegið gærdeginum við, það er ekki hægt annað en hlæja að þessu, hversu margt getur eiginilega farið úrskeiðis á einum degi ????

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:52 e.h.


spacer