{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{sunnudagur, maí 11, 2003}

 
Mér finnst stundum pínu gaman að hugsa út í hvað það er sem er ólíkt hér og heima. Fyrir utan það augljósa eins og tungumálið og veðrið eru það aðallega allir þessu litlu hlutir. En það er ekki bara okkur sem finnst kanarnir stundum skrítnir heldur finnst þeim við alveg stórfurðuleg á köflum. Hinn sígildi ágreiningur um hvort sé furðulegra að setja sultu og brauðost á brauð eða sultu og hnetusmjör en nokkuð sem ég tel að við komust aldrei til botns í. Lobos bara gapti og sagðu nei takk þegar Kúkkí var búin að bjóða honum heim í plokkfisk og útskýra fyrir honum matreiðsluna. Svo er þetta með soðnu kartöflunar sem við virðumst að minnst kosti eiga sameiginilegt með dönum en kannski ekki mörgum öðrum. Af þessum ástæðum og reyndar nokkrum fleirum erum við oft kallaðar ,,crazy icelandars'' (einhverra hluta vegna sleppur Oscar við þann frekar vafasama titil ?? ) og erum við alveg hættar að kippa okkur upp við það. Í dag er ég til dæmis að ýta ennþá frekar undir þennan orðróm, þar sem ég sit inni á skrifstofu á sólríkum sunnudagi er að vinna og hlusta á Megas.
Mörgum Íslendingum finnist það sjálfsagt nógu skrýtið en hvernig ætli Megas hljómi í eyrum Indverja ???? Indversk dægurtónlist hljómar allavega mjög furðulega fyrir mér og þó held ég að skrifstofufélagi minn hlusti á svona ,,fm'' indverska dægurtónlist en Megas held ég verði seint spilaður á fm eða x-inu.

Að lokum bara að setja smá pressu á sjálfan mig ætla ég hér með að lofa að fara að setja inn myndir fljótlega, maður er eiginilega alveg búin að gleyma síðahárinum á Oscar en fæstir hafa þó séð það. Allavega það fara að koma myndir fljótlega.







posted by Big Bird a.k.a. BB 2:16 e.h.



{fimmtudagur, maí 08, 2003}

 
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri nú orðið er að vakna á morgnana. Já ég veit að margir sem mig þekkja áttu ekki von á að heyra mig nokkurn tíman segja að ég hlakkaði til að vakna snemma morguns. En þetta er satt, ja allavega þá daga sem ég fer með strætó í skólann. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég tek strætó númer 44 kl 7.49 frá Ballard þar sem ég bý og hann fer alla leið í skólann en ferðin með vagninum tekur um 20-25 mín. Þessi ferð mín með strætó á morgnana er einmitt ástæða þess að ég rýk á fætur á morgnana og bíð með tilhlökkun eftir því að það sé tímabært að fara út á stoppistöð. Í fyrsta lagi verð ég að segja ykkur frá strætóbílstjóranum. Hann er á miðjum aldri, ja kannski svona 55-60 ára, með grásprengt hár og yfirvaraskegg. Ég man þegar ég fór í fyrsta daginn í skólann hérna í Seattle þá tók ég þennan vagn og hann var að keyra. Hann hlítur að hafa séð þann dag hvað ég var stressuð og langt að heiman því hann brosti uppörvandi til mín og sagði: good morning to you.... Það var nóg fyrir mig til að slaka á og hugsa, jamm ég get þetta alveg....þetta verður góður dagur og get alveg átt heima hér um stund. Upp frá þessu hafa samskipti okkar á morgnana verið alltaf eins, hann rennir strætó rólega upp að gangstéttarbrúninni fyrir framan stoppistaurinn, lítur í áttina til min, opna hurðina og þegar ég sýni honum strætópassann minn horfumst við í augu og segðum: good morning, og brosum vingjarnlega.

Annað sem mér þykir algjör snilld við þessar strætóferðir er að fá tækifæri til að fylgjast með öllu þessu mismunandi fólki sem ferðast með honum. Ef að ég einhvern tíman fer í mannfræði þá er ljóst að mín rannsókn mun snúast um að lýsa samfélaginu sem ferðast með strætó í stórborg. Þetta samfélag er mislit og fer eftir tíma dags hver eru aðaleinkennin. Á morgnana er mest um námsmenn, á kvöldin blandast rónarnir inn í hópinn. Í morgun átti ég ekki von á neinu óvenjulegu, bjóst bara við að sjá þetta venjulega námsmannakrád með kaffibollan í hönd og nefið niður í bók eða vísindagrein. En viti menn, það bar vel í veiði. Þegar við stoppuðum á einni stöðinni til að taka upp farþega þá varð mér litið á einn strákinn sem stóð þar og var að bíða. Hann var ósköp venjulega klæddur, ljóshærður, í ljósum jakka og ljósum buxum og dökkum skó...... NEI bíddu við....hann var ekki í skóm. Ég hélt rétt sem snöggvast að mér hefði missýnst en neibb, hann bara var ekki í skóm, gekk bara berfættur um götur Seattle. Ekki veit ég hvað gekk manninum til þar sem að ég var of feimin til að spyrja en mikil hrikalega langaði mig að vita af hverju hann var ekki í skóm og ég get mér þess til að það hafi ekki verið fátækt þar sem fötin hans voru tískuföt. Auðvitað eins og þið getið nærri fór ég strax að geðgreina manninn og get mér þess til að hann hafi verið að sigla upp í maníu.....brátt mun hann ganga nakinn um borgina. Ja svo gæti hann líka verið í samtökunum FRELSUM TÆRNAR....það er alltaf möguleiki. En ef ég sé hann aftur þá mun ég svo sannarlega spyrja manninn, það er ljóst.

En þar til næst, góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:42 e.h.



{mánudagur, maí 05, 2003}

 
Jíbbý !!!!! mér tókst að formata tölvuna og eins og mig grunaði er hún allt önnur og betri.

Það var rosa kraftur í stúlkunum um helgina, fyrir 7 á laugardagsmorgni hringdu verkjaklukkur og þær stukku uppfullar af orku fram úr rúminu. Það eru kannski pínulitlar ýkjur en við fórum allaveg framúr fyrir 7 ; ) Það var raunar ekki alveg af ástæðulausu að við vorum vaknaðar snemma, enda væri það að öllu leiti mjög óeðlilegt. Við vorum að fara í fjallgöngu með FIUST sem er félag alþjóðanema í skólanum. Vel útbúnar með mat til þriggja daga, í þar til gerðum gönguskóum og útivistarfatnaði í stíl hentumst við af stað. já það var greinilegt hverjir voru skandinavar í þessari ferð.
Gengið var upp að tveimur fjallavötnum í blíðskapar veðri, fengum meira að segja að ganga smá spotta í snjó og það snjóaði við efra vatnið. Ef það hefði ekki verið fyrir öll tréin þá hefði þetta bara getað verið heima.
Í lýsingunni á ferðinni var tekið fram að við myndum þurfa að ganga í snjó, ættum að taka með okkur hádegismat og klæða okkur í lögum og þetta gerðum við. Við vorum útbúnar með harðfisk, pasta, súkkulaði og kex. Á topnum tóku flestir svo upp brauðsneiðina sína og við sáum okkur til mikillar skemmtunar að nestið okkar hefði sjálfsagt nægt öllum hópnum. Gaman að komast að því þegar við vorum búnar að bera það upp á topp :) Better be save than sorry ekki satt, við hefðum þraukað í marga daga á fjallinu.

Það er alveg merkilegt þegar maður fer svona snemma á fætur hvað dagurinn nýtist vel. Ég get nú samt ekki alveg neitað því að ég var pínu lúinn þegar líða tók að miðnætti enda ekki vön svona mikilli útiveru. Því miður gat Oscar ekki komið með okkur í þessa ferð enda beið hans fyrirlestur fyrir fína fólkið á dag. Ekki öfundaði ég hann þegar ég sá jakkaklædda fúllynda áhorfendurnar streymi inn í bygginguna. En strákur stendur sig það er ekki nokkur vafi á því.



posted by Big Bird a.k.a. BB 9:32 f.h.


spacer