{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{sunnudagur, mars 16, 2003}

 
Þá er þessi helgi liðin og prófvikan formlega hafin. Í dag var byrjað að lesa enda varla seinna vænna en í kvöld brugðum við okkur svo í kertagöngu. Það var ganga gegn stríðinu og ég sá þegar við komum heim að þetta var víst út um allan heima eða svo sagði mogginn og mogginn lýgur aldrei. Það var bara svo kósí að rölta í rógleg heitum umhverfis Greenlake haldandi á kerti. Það gekk þó mis vel að halda kertinu lifandi enda vorum við ekki með sérútbúin ''kertaskjól'' eins og margir hverjir höfðum hannað hugvitislega. Það var þó mikil bót í máli að það var svona ''reykvíkst logn'' og þurrt. Eftir gönguna er eitthvað svo mikil værð yfir manni að ég held að ég fari bara snemma í rúmið og gluggi kannski bara í bók fyrir svefninn :)

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:48 e.h.



{laugardagur, mars 15, 2003}

 
Að vanda var föstudagur haldin hátíðlegur á Sesamestræti, venju samkvæmt var þetta ekkert skipulagt heldur bara einhvernvegin þróaðist svona. Hið besta mál, við brugðum okkur á Tractor sem væri helst líkt við Gaukurinn eða Vegamót heima nema er í svona 10 mín göngufæri. Lifandi tónlist og allskonar fólk.
Hljómsveitinn var frá Seattle og svo virtist sem aðallagið þeirra héti einmitt Seattle og textin ca. we are from Seattle endurtekið ansi oft. Þeir spiluðu mikið af tónlist eftir aðra en stungu sínum lögum inná milli. Það kom nú ekki að sök því þau voru svo keim lík mörgum vel þekktum lögum með Pulp að við gátum auðveldlega sungið með í þeim líka. Söngvarinn var svona Stebba Hilmars týpa nema hann hafði bitið það í sig af hverri furðulegri ástæðu að hann væri gersamlega ómótstæðilegur. Sumar kvinnurnar þarna virtust vera honum sammála þó svo Sesamestrætisbúar væru lítt hrifnir. Þær grétu meira að segja sumar að gleði þegar hann gjóaði til þeirra augum.............sveim mér þá þetta var bara of mikið.
Í morgun vökuðuð svo íbúarnir fyrir allar aldir, ég (BB) þurfti að mæta í skólan klukkan 10 og átti víst eftir að kíkja á smotterí fyrir þann tíma. Ég skil reyndar ekki alveg hvaðan sú hugmynd kom að hittast í hópvinnu klukkan 10 á laugardagsmorgni en allavega, Kúkkí rauk líka á fætur fyrir hádegi til þess að fara að versla. Ein GlaðaNálin bauð henni með í Costco, sem er ef þið munið það ekki heildsala með öllu milli himins og jarðar. Leikar fóru þannig að meyjarnar komu heim með fullan og þá meina ég FULLAN bíl af góssi. Kúkkí keypti sitt hvað sem hún taldi nytsamlegt en eins og oft áður er við höfum farið í þessa ágætu búð var hamstað svo að engu lagi er líkt. Nú er því Sesame stræti fullt matar og lítur út fyrir að við þurfum ekki að fara búðarferð fyrr en rétt fyrir útskrift Kúkkí, sem verður vonandi árið 2004. Annars vitum við nú af reynslunni að eyðist það sem af er tekið svo, sérstaklega á það við um kaffið.......

posted by Big Bird a.k.a. BB 7:10 e.h.



{fimmtudagur, mars 13, 2003}

 
Júhhhúúú, ég stóðst prófið í líkamsmatinu, í morgun sýndi ég fram á það að ég get skoðað fólk frá toppi til táar til að finna út hvort það er ekki í lagi með það líkamlega. Takk takk kærlega BB og Oscar fyrir að vera fórfús æfingardýr fyrir mig, aula setningarnar um heilataugarnar dugðu, ég mundi þær allar. Jamm, maður verður að notast við imbatæknina til að muna þegar allt annað bregst, bíddu hvað heilataug var aftur það aftur sem sér um minnið?

Gott, gott, eitt próf búið og aðeins tvö eftir. Datt bara í hug að láta ykkur vita......
Góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:07 f.h.



{miðvikudagur, mars 12, 2003}

 
Ég er búin að finna mér nýtt markmið með námi mínu. Hingað til hef ég stefnt að því að pakkum í poka í Safeway en var að komast að því mér til mikilla vonbrigða að ég þarf víst græna kortið til þess, já ég ''kvolefæa'' víst ekki í það. Hinsvegar sá ég á CNN í gær hvað bandarískir þingmenn hafa fyrir stafni og það held ég að henti mér vel. Í gær var sem sagt greint frá tillögu sem fór fyrir einhverja þingdeildina hér í landi þess efnis hvort ekki ætti að breyta nafninu á french fries og french toast í freedom fries og freedom toast ??????
Ég meina hafa þessir menn ekki um neitt mikilvægara að hugsa og ræða ? Ég sé mig hinsvegar vel fyrir mér í þessu hlutverki, sitjandi inní kaffiteríunni daginn út og inn og reyna að finna upp ný nöfn á matinn sem er á boðstólnum. Ég minnist nú ekki á launaávísinuna sem ég fengi fyrir þetta þarfa verk. Já það er greinilegt að maður er á rangri hillu í þessu doktorsnámi sínu....

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:47 f.h.



{mánudagur, mars 10, 2003}

 
Hver kannast ekki við að hafa verið svo heltekinn af svefgalsa að erfitt var að stoppa sig af? Jamm þú hefur getið þér rétt til, stemningin í kvöld í Sesame stræti var óborganleg. Íbúarnir voru flestir komnir heim um kl 20 og settust þá saman niður við eldhúsborðið til að ræða atburði dagsins en einhvern vegin bara leystist spjallið upp í vitleysu og verður sagt frá helstu punktum hér.

Í fyrsta lagi vorum við að rifja upp hvernig í ósköpunum við hefðum lent í því á laugardagskvöldið að fara í mjög ítarlega frásögn af glímu Íslendinga við Bretland í svokölluðum Þoskastríðum, jamm og það allt á ensku. Já við komumst að því að það er erfiðara en orð fá lýst að reyna að snara Íslandssögunni yfir á ensku svo að það hljómi vel, fásögn okkar var eitthvað á þessa leið: you see, in Iceland we have a whole fleet of cost-guard boats, yes they must be like 5 of them and they all whent our to fight the British ships. You see the British had what is call a troll to fish the Icelandic fish and the Icelandic boats had what is called a Troll-scissors which they used to cut the British trolls. And that is the way we won the only wars we have fought ;) já stelpurnar eru snillingar að koma fyrir sig orði. Og þar sem að við erum svona klárar í að snara yfir á ensku datt okkur í hug að glíma við ÍSLENSKA LJÓÐIÐ!!! já þetta þekkja víst allir:

My mother said
that I would buy
a bottle and beautiful oars
sail away with Vikings
Stand in the Stafn and drive an expensive boat
then go to the harbor
chop a man and another

ef einhver hefur eitthvað við þessa þýðingu að athuga er hann vinsamlegast beðinn að snúa sér til Mannanafnanefndar....og allar væntumþykjupeysur eru afþakkaðar ;)

Góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:11 e.h.


spacer