|
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Þá er fyrirlesturinn afstaðinn og það var bara furðu góð mæting. Það vill nú svolítið teygjast úr þessu sérstaklega þegar þeir komast á skrið með að spyrja og það gerðu þeir, gaman af því. Þetta er samt bara hin besta æfing allaveg veit ég hvað það er sem ég skil ekki en ég hélt að ég skildi, allaveg veit ég ekki hvernig ég á að útskýra það.
Á morgun koma umsækendur um skólavist í heimsókn, það er því ekki að spyrja að því, í dag er tiltekt á labbinu. Þegar við verðum búin verður labbið svo fínt að það lítur út eins og aldrei vinni neinn þar, er það gott haldið þið ? Í kvöld verður svo smá samkoma á barnum til þess að reyna að slaka aðeins á liðinu, það er víst ekki gott fyrir andlit deildarinnar ef nýverandi nemendur séu allir út úr stressaðir. Ég held að ég sleppi því samt enda nett spennufall í gangi eftir fyrirlesturinn og sjálfsagt smá svefngalsi :)
Ég veit að ég feilaði mig um einn dag en fyrir þá sem þekkja mig ætti þetta ekki að koma á óvart. Þá er gott að eiga vini sem minna mig á hvaða dagur er og annað það sem vill gleymast.......takk takk fyrir það
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:30 e.h.
Já febrúar er bara næstum thví búin. Mér finnst svo stutt síðan að ég lét plata mig til þess að hald erindi 28. febrúar.............það var SVO langt þangað til að ég hlyti að vera orðin alfróð um þetta allt saman þá. Í dag er víst 28 og ég myndi nú varla segja að ég væri alfróðum efni fyrirlestursins né heldur hef ég neitt nýtt fram að færa enga síður verð ég að tala.
Gaman af því. Þetta reddast er það ekki málið ??
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:19 e.h.
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Ég verð seint talin sérstaklega stundvís manneskja enda yfirleitt alltaf á síðustu stundu. Ég legg mig þó fram við að vera bara á síðustu stundu en ekki of sein. Til að mynda á ég mjög erfitt með að mæta of seint i tíma. Hvort er skárra að mæta of seint og trufla allan bekkinn eða sleppa því að mæta og vita þá ekkert hvað fór fram i tímanum. Ég kýs nú oftast síðari kostinn en er farinn að efast um kosti þess. Núna þegar dagskráin er nokkuð þétt er oft erfitt að mæta á réttum tíma. Ekki gera þeir mér auðveldara fyrir kennararnir hérna því oft á tíðum gera þeir hlé á máli sínu þegar maður mætir of seint til þess að endurtaka það i stuttu máli sem maður missti af.......
Annars er augljóslega byrjuð ný vika í Sesamestræti, nu er bara vaknað snemma og lesið fram eftir. Tíminn líður því ansi hratt og ferbrúar bráðum búinn !!!!!!!! skeryyyyyy
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:31 e.h.
|
 |