|
sunnudagur, febrúar 16, 2003
Aftur og aftur hefur mér fundist um helgina að ég sé stödd í bíómynd. Eins og BB sagði frá í síðustu færslu þá skrapp ég til Miami um helgina til að heimsækja vinkonu mína sem þar býr. Hún kom að sækja mig á flugvöllinn á tveggjasæta blæjubílnum sínum og það gaf svona tóninn fyrir helgina. Já Miami er borg fallega fólksins og hér er næturlíf allan sólarhringinn, hey bíddu þetta passar ekki en svona er það nú samt. Eftir úttekt á skemmtistöðum borgarinnar á föstudegi vöknuðum við á miðjum laugardegi, stukkum í bikíníið og út í garðinn til að sólbaða okkur við sundlaugina, hummmm ég gæti nú alveg vanist þessu. Og ég sver það að ég sá Ralf Lauren á djamminu í gær, hihihihihi, allavega var þetta sko frændi hans, já svona er þetta hér í Miami, aldrei að vita hver er að dansa við hlið þér. En ekkert hangs, ég verð að ná nokkrar freknur í viðbót áður en ég fer aftur í rigninguna í Seattle (þess ber að geta að þessi færsla er ritskoðuð).
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:58 e.h.
laugardagur, febrúar 15, 2003
Hvert fór öll þessi vika eiginlega, hún er bara horfin og komin þriggja daga helgi.
Kúkkú var svo séð að hún pantaðu sér flug til Miami yfir helgina og situr sjálfsagt núna í ,,yellow dot bikine'' á sundlaugarbakka einhverstaðar. Í Seattle er hinsvegar rigning, já það tekur því alveg að nefna það því það hefur ekki rignt hér lengi. Menn tala um skömmtun á vatni í sumar vegna lítilla rigninga og hlýinda, maður hefur ekki einu sinni komist á skíði því færið er svo blautt.
Annars er fátt að segja af föstudeginum, ég keyrði Kúkkí á flugvöllinn um miðja nótt, hverjum dettur í hug að panta flug með brottför klukkan 6 am ?????? Úppps ég gerði það víst líka..... morgun stund gefur gull í mund stendur einhverstaðar.
Það skipti hinsvegar ekki nokkru máli hvenær flugið var því það var hvort eð er ekki gert ráð fyrir miklum svefni þessa nótt. Ég var að fara í próf í hádeginu og að Íslendinga sið var náttúrulega allt á síðustu stundu.
Eitt finnst mér alltaf ruglingslegt þegar maður vakir svona heilar nætur, hvenær hefst eiginilega föstudagurinn ? Þó svo maður vaki fram yfir miðnætti eitthvert kvöldið talar maður ekki um nýjan dag, þó svo hann sé tæknilega komin. Ef maður fer að djamma á föstudagskvöldi talar maður varla um atburðina sem áttu sér stað eftir miðnætti sem laugardag. Svo ef þú ferð í partý á föstudagi og í bæinn á eftir talar maður ekki um að fara í partý á föstudagi og bæinn á laugardegi því laugardagurinn hefst ekki fyrr en þú vaknar.
En hvað með ef þú vakir alla nóttina yfir bókunum..........
Bara svona að pæla.
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:52 e.h.
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
Við létum undan hópþrýstingi í gær og vorum með kynningu á Íslandi ásamt fleirum á FIUST "culturefestivali". Þótt fyrirvarinn væri styttur, einfaldlega vegna þess að við vorum ekkert að gefa kost á okkur strax í upphafi var útkoman stórkostleg. Allvega urðum við okkur ekki til mikllar skammar held ég.
Sofía skellti sér til Jóns Marvins "konsúls" og fékk hjá honum lambagæru, rokk, ullapeysur og fleira. Íbúar Sesamestrætis útbjuggu Ísland úr trölladeigi og máluðu og Ragnhildur og Eddi tóku saman samanburðar tölfræði, Ísland vs Washington fylki / Seattle. Svo vorum við með skjávarpa og "myndasjó" og auðvitað hákarlsbita, bara svona fyrir lyktina.
Oscar hafði tekið sama úrval af íslenskri tónlist en því miður tókst okkur ekki að yfirgnæfa þrælskipulagða Þjóðverja og dansandi Grikki.....okkur tekst það þá bara næst.
Þetta var bara gaman þó maður væri pínu lúinn eftir að hafa logid útlendinga fulla af allskyns vitleysu allan daginn. Hafið þið einhvern tíman heyrt að hringveginn hafi mikla sérstöðu ???
Ég vissi ekki almennilega hverju ég átti að svara þegar ég var beðin um að segja frá honum, hringvegurinn er einmitt vegur hringinn í kringum landið og er malbikaður mest alla leiðina....hvernig lýsir maður eiginilega hringveginum.
Þegar við vorum búin að gang frá básnum fórum við heim til Péturs og Sofíu en það vildi svo skemmtilega til að Sofía var nýbúin að búa til fullan pott af grjónagraut og svo lumaði hún á rúgbrauði og kæfu, það gátum við engan vegin staðist.
Takk aftur fyrir alla hjálpina við básinn í gær, við stóðum okkur einsog hetjur !!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:53 f.h.
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
jammm, helgin var eiginlega bara alveg frábær. Við fórum sem sagt í ferð út að ströndinni ásamt 9 öðrum, til þess að vera nákvæm, Kúkkí, ég og 9 bandarískir efnaverkfræðingar.
Þó það væri nú engin sumarblíða á ströndinni létum við það nú ekki hindra okkur. Strax á föstudagskvöldið fórum við í kvöldgöngu á ströndinni að hlusta á öldurnar og skoða stjörnurnar...haldið ekki að það sé rómó. Það gekk reyndar frekar erfiðlega að komast niður að sjónum í myrkrinu því við vorum alltaf að ganga fram á vatnspytti og polla en við gáfumst nú ekki upp og að Kyrrahafinu komumst við.
Laugardagurinn var dagur nýjunga, til dæmis fjárfestum við í forlátum flugdreka sem við lékum okkur með á ströndinni. Vissu þið að til eru sérstakar flugdrekabúðir þar sem seldir eru flugdrekar af öllum stærðum og gerðum. Það var ekki laust við að vera pínu spaugilegt að hlusta á sölumennina ræða um kosti og galla hinna ýmsu flugdreka sem kostuðu upp í 300 dollara. Nei við týmdum ekki að blæða í þennan 300 dollar, en okkar var ekkert síðri.
Þótt við séum miklir víkingar slepptum við því að fara í ísskaldan sjóinn á brimbretti en stóðum í staðinn á ströndinni og fylgdumst með framistöðu brimbretta-gengisins þar til okkur varð kalt það flýtum við okkur heim á hótel og beint í heitapottinn.
Ég get ekki sleppt því að skrifa nokkur orð um muninn á könunum og okkur.
Til dæmis er það gersamlega ómögulegt fyrir kvennmann að sofa í sama herbergi og karlmaður hvað þá að karlmenn deili tvíbreiður rúmi þó svo margar mílur sé á milli þeirra.....hvernig ætli gangi að raða í tjöld í útlegum í þessu landi ?
Hitt er það að það virðist gerast nánast ósjálfrátt að menn kveiki á sjónvarpinu um leið og þeir koma inn. Geggjuð stemming, allri saman á ferðalagi og svo sitja bara allri þegjandi fyrir framan sjónvarpið þó það sé ekkert í því ??? Settlers var náttúrulega með í för og vildi frú Tampa ekki missa af því, þegar hún hinsvegar hringdi milli herbergja til þess að sjá hvort við hefðum nokkuð byrjað án hennar ætlaði hún varla að trúa því að við sætum bara í sófanum og töluðum sama. "Not playing cards and not watching TV, what are you guys doing then ???''
Allavega, búin að koma því frá mér. Ferðin var sem sé mjög vel heppnuð í alla staði og meira að segja komum við heim fyrir All-Star körfuboltaleikinn til þess að sjá Vesturströndina vinna Austurströndina í annarri framlengingu. Ég komst hinsvegar að því mér til mikillar skelfingar að þeir körfuboltamenn sem ég þekki eru víst allir löngu hættir, Larry Bird, Pippen ....... og þessir gaurar.
Síðan við komum heim höfum við náttúrulega verið að vinna upp slóðaskapinn um helgina en fórum þó að sjá Sonics taka á mótir Boston Celtics í NBA. Ég held að það sé tryggjar að einhver annar tjái sig um þann leik því einsog minnst var á í síðustu málsgrein þá er ég hreinlega ekki nógu sleip á því sviði. Ég veit þó hver vann og að það var rosalega gaman, maður þarf ekki að þekkja leikmennina til þess.....
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:12 e.h.
þar sem við eyddum allri helginni á ströndinni í Oceon Shores er ansi margt sem þarf að gera. Við komum til með að skrifa ferðasögu eins fljótt og tími vinnist til sem vonandi verður í kvöld.
Þangað til góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:45 f.h.
|
 |