{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{sunnudagur, desember 01, 2002}

 
Loksins loksins get ég tekið mér smá tíma til að rita hér nokkur orð. Það er búið að vera frekar strembið að undanförnu hjá mér í lærdómnum, mörg verkefni og svo lítill tími. En ég er loksins búin að koma verkefnalistanum í ákjósanlegt horf svo það verða fleiri lausar stundir á næstunni.

Ég hef frá mörgu að segja svo ég byrja bara. Mér var líka boðið til Jims í Þakkargjörðarmat og byrjaði daginn þar. Ég náði að verða vitni að því er kalkúnninn fór í djúpsteikingarpottinn og smellti nokkrum myndum af því líka. Þær fara svo að sjálfsögðu hér á vefinn er búið verður að framkalla þær. En svo var ég sótt til Jims og fór til fjölskyldu sem við (ég, mamma og pabbi) kynntumst er við áttum heima í Miami fyrir 18 árum. Það var yndislegt að hitta þau aftur og ég fékk ekta ameríska Þakkargjörðarmáltíð með öllu tilheyrandi. Svo voru gamlar myndir dregnar upp og gvö... hvað allir hafa breyst. Merkilegt að hugsa til þess að mamma og pabbi voru á mínu aldri er þau voru hér í námi, hihihihihihihihihi, já fer ekki sagan alltaf í hringi? Mér sýnist það. Það vill svo skemmtilega til að heimilisfaðirinn vinnur hjá FBI og hann ,,yfirheyrði´´ mig um útstáelsi okkar BB hér í Seattle. Það var mér mikil ánægja að segja honum frá því að við værum sko rosalega sniðugar stelpur er kæmi að því að velja djammstaði, já við förum bara á gay-næturklúbbana, svona til að vera öruggar fyrir árástum frá brjáluðum karlpening. Hann var mög sáttur við þetta en bætti því við að ef við færum einhvern tíman á skrall í Pioneer Square hverfið þá myndi hann hringja í pabba. :Þ Jamm, hver er ber að baki nema FBI mann þekki.

Í gær voru íbúarnir í Strætinu mjög duglegir að læra en svo kom að því að við fengum nóg og héldum fund um hvað æskilegt væri að gera til slökunar. Viti menn! við erum sannir Íslendingar enn, því okkur datt ekkert uppbyggilegra í hug en að fara með strætó í verslunarmiðstöðina. Þangað mættum við vel vopnaðar kredidkortum en okkur til mikillar furðu var ekki svo margt um manninn um kl 19 á laugardagskvöldi. Ætli allir hafi ekki drifið sig á föstudagsmorgun kl 6 er búðir opnuðu eftir Þakkargjörðina, jamm Kaninn er stórskrítinn, opna búðir seint á fimmtudagsnóttu eftir Þakkargjörðina til að hefja jólaverslunaræðið SNEMMA!!!!! En nóg um það, við þræddum búðirnar í leit að jólagjöfum handa vinum og ættingjum en viti menn, við bara fundum ekkert handa ykkur, bara okkur!!! Svo núna förum við alla vega ekki í jólaköttinn,hehehehe. En verið alveg róleg, við finnum eitthvað handa ykkur áður en við komum heim. Þeir sem mig þekkja vita að jólaskapið kemur ekki auðveldlega og ekki líklegt að mannmargar verslunarmiðstöðvar hjálpi þar til en viti menn í gær gerðist kraftaverk. Já kannski bara lítið jólakraftaverk, það var verið að spila lagið sem hljóðar svo: skreytum hús með grænum greinum, lalalalal...lalal.lalalal..la. og stelpan lagði við hlustir. Fyrst kom auðvitað gamla Skrúts tilfinningin: Það er ekki komin des og helv... Kaninn er byrjaður að spila jólalög en svo gerðist það! Ég fór inn í eina búð og þeir voru að spila, Last Christmas með GM og stelpan bara komst í jólaskap, hehehe, ekkert eins og að heyra þetta væmna jólalag. Og stefnar er því tekin í Sænsku búðina hér í Ballard til að kaupa jóladagatalskertið, allt til í Ballard.

posted by Big Bird a.k.a. BB 3:19 e.h.



{föstudagur, nóvember 29, 2002}

 
Þakkargjörðar máltíðin í gær var löng og góð. Svei mér þá ef ég var ekki að borða meira og minna frá 2 til að verða níu í gærkvöldi. Einsog í fyrra var ég hjá félaga Jim og öðrum efnaverkfræði snillingum. Í ár var samt brugðið út af vananum og nýji Texas búinn í deildinn djúpsteikti kalkúninni. Mér fannst það nú ekki hljóma neitt sérstaklega vel svona í upphafi en útkoman var stór fín, fyrir utan alla athylgina sem við fengum þegar við bárum tvo kalkúna út á stétt til þess að setja út í olíuna sem kraumaði á propan loganum. Já Texas búanir geta nú varla verið þekktir fyrir að elda innan dyra er það ?
Í ár komum við kúkkí með íslenskan ís.......ég veit ekki afhverju allir voru svona spenntir yfir íslenska ísnum sem að sjálfsögðu var algerlega úr amerísku hráefni. Heimagerður Tobleron ís með Mars sósu, það gerist varla betra held ég. Reyndar kom það mér mjög á óvart en svo virðist sem venjulegt Mars súkkulaði sé ekki til í Seattle og kanarnir könnuðust ekki við það almennt í bandaríkjunum. Þeir áttu hinsvegar til möndlu Mars og var það notað í staðinn.
Í dag er maður því vel södd og full af orku, ég held að ég hafi kannski fengið full mikinn sykur í gær allaveg hef ég vart stoppað í allan dag. Kúkki situr við skriftir og ég held sveim mér að það þetta verði bara doktors ritgerð hjá stelpunni ef ekki bara meira, allavega lítur ritgerðin svaka vel út þó svo ég skili lítið í henni, ekki nógu margar formúlur...
Vonandi hefur kúkký tíma til þess að skrifa eitthvað þegar líður á vikuna ???


posted by Big Bird a.k.a. BB 3:17 e.h.



{fimmtudagur, nóvember 28, 2002}

 
Í gær var bara lesið allan daginn, maður verður að vinna sér í haginn því í dag er víst Thanksgiving. Fyrst maður var svona hrikalega duglegur í gær getur maður tekið sér frí í dag er það ekki ?? Mórallinn kemur þá allaveg ekki fyrr en a morgun eða hvað.
Annars er víst farið að styttast óhugnalega mikið í þessu misseri, listar yfir efni til prófs rignir yfir mann og ekki laust við að maður sé að verða pínulítið órólegur. Það er nú samt engin ástæða til þess að kíkja á það fyrr en á síðustu stund er það, maður hefur víst komist upp með það hingað til og engin ástæða til þess að breyta því sem vel gengur eða hvað ? Á morgun eru svo útsölur um allan bæ, verslarnirnar opna klukkan 7 am en ég held að ég geti alveg lofað því að við verður ekki þar. Það er alveg ótrúlegt hvernig kananum tekst að tengja öll frí eða hátíðir við verslun og viðskipti. Það er reynt að koma því inn hjá manni að allir eigi að nota auka frídagana til þess að gera reyfara kaup á útsölum um allan bæ........ þá kýs ég nú frekar góða bók heldur en troð fullar verslanir og biðraðir en svona erum við nú öll misjöfn sem betur fer.
Happy thanksgiving ( svona fyrir þá sem skilja ekki íslensku).
Annars var Andri að setja fullt af nýjum myndum á síðuna sína....

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:11 e.h.



{miðvikudagur, nóvember 27, 2002}

 
Sigur-Rósar tónleikarnir í gær voru æði !!!!! Ég var pínu hrædd við þá því ég hafði ekki heyrt neitt af nýja disknum þeirra en nú er víst ekkert annað hægt en skrapa saman smá aur og fjárfesta í diskunum þeirra. Þeir voru bara flottastir.
Ég held að fólki hafi bara almennt fundist þeir mjög góðir. Fyrir utan æðislega tónleika i gær bar það helst til tíðinda að Svarti kisi heiðraði okkur með nærveru sinni, kannski hefur Lobos lokkað hann inn en han var að laga aðra tölvuna. Nú held ég sveim mér þá að hún virki ????? Allavega get ég hlustað á útvarpið og vonandi unnið pínu líka.
Takk Takk Lobos fyrir viðgerðina, verst að þú skilur ekki orð af því sem hér stendur, your loss...

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:03 f.h.


spacer