|
laugardagur, nóvember 23, 2002
Það var einn strákur úr grúppunni minni að verja doktorsritgerðina sína í gær eftir vörnina var ég svo spurð hvenær kæmi að mér, vá það er SVOOO langt þangað til. Maður hefur allaveg nógan tíma til þess að stressa sig yfir þessu svona 3-4 ár, ég ætla nú samt að bíða aðeins með það.
Annars varð nú eitthvað lítið úr murder mistery partýinu i gærkvöldi, einhverjir tveir afboðuðu sig á síðustu stundu og það er víst tveimur of mikið. Í staðinn fórum við því út að borða, ummmm fengum fisk sem var fín tilbreyting ekki það að kjúklingurinn sé ekki fínn. Í dag er hinsvegar í bígerð saumaklúbbur fyrir kvennþjóðina í UW, nokkrir ,,kallar" hafa reyndar sýnt áhuga á samkomunni, enda ekkert skrýtið. Ég efast nú samt um að þeir taki mig á orðinu og mæti nýrakaðir og í kjól en maður veit nú samt aldrei, þetta eru jú kanar ???
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:57 e.h.
föstudagur, nóvember 22, 2002
Það fór þó aldrei svo að ég fengi að minnsta kosti eina vinnu nótt í víðbót á þessu misseri, það lág við að maður væri farinn að sakna þess að vakna eiginlega nýsofaður ;) Helgin framundan er annars vel pökkuð, partý á föstudaginn ekki færri en tvö, svo er saumó hjá okkur á laugardaginn og tónleikar á sunnudaginn. Það er nú samt á dagskráninni að reyna að koma pínu meira fyrir, bara spurning hvar ? Svo er aldrei að vita nema maður opni bók líka, maður ætti allavega að gera það hvað svo sem verður úr.
Annars mæli ég eindregið með að lesendur fróðir um tónlist kíki á þriðjudagsfærsluna hjá Framaranum og svari þrautinn. Ég held nefnilega að Rocky boy sé að bleggja og hafi ekki hugmynd um hvaðan texta brotið er.
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:54 f.h.
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Eg held ad Cookie Monster se ad jafna sig eftir hnifapara umraeduna en efast to storlega um ad hun gefi sig. Eg er hinsvegar svo veikgedja ad madur bordar ordid allt flest bara med gaffli enda er matur herna oft a tidum framreiddur eins og i sveitinni i gamla daga, skorinn i passlega bita fyrir bornin.
Annars virist eitthvad litid vera ad gerast, madur bara les og vinnur allan daginn og fram a kvold. Tad bar held eg helst til tidinda hja mer i gaer ad einhver ohreinindi hafa komist i tilrauna uppsetninguna mina. Jammm ef einhverjum finnst leidinlegt ad vaska upp nokkra diska og glos ta aettu teir hinir somu ad bregda ser hingad yfir og adstoda mig. Ja svona um tad bil 4 klukkustunda uppvask bidur min. Ekki tad ad hlutirinir seu svona margir heldur vegna tess ad flaedid ur vatnshreinsinum minum er svo haegt. Tad er eins fallegt ad madur a eitthvad pinu til af tolinmaedi ???
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:20 f.h.
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Það bar til tíðinda í morgun hjá Köku skrímslinu, já ég þurfti að vera komin út á strætóstoppustöð kl 7.30 sem þýddi að ég varð að vakna kl 6.45 og mikið helv...... var það erfitt. Ég minnist þess bara ekki að hafa vaknað svona snemma í mörg ár en það kom í ljós í dag að þetta verð ég að leggja á mig allt vetrar kvarterið þar sem að einhverjum snillingum datt í hug að skemmtilegt væri að hafa verklegt líkamsmat kl 8.00. Dauði og djöfull, ég verð ekki einu sinni með það mikilli rænu að ég nái að njóta þess að hlusta berar karlmannsbringur, er ekki spurning um að færa tíman til hádegis þannig að ég sé almennilega vöknuð? : Þ mér finnst það, hehehehehe.
Þessa dagana er ég heltekin af því að fræðast um sögu Bandaríkjanna þar sem að ég virðist bara ekki hafa fengið kennslu um þetta efni í skólakerfinu á Klakanum ;o) Nei nei ekki örvænta, ég skráði mig ekki í kúrs um málið heldur skemmti ég mér við að spyrja Ameríkana í kringum mig um þetta mál. Í dag komst ég að því að Þakkargjörðarhátíðin kom til vegna þess að þegar evrópsku landnemarnir komu hingað fyrst fengu þeir aðstoð Indjánanna við að rækta landið og í þakkarskyni héldu þeir Indjánunum veislu og ,,then we killed them´´ sögðu allir sem tjáðu sig um málið við mig í dag. Greinilegt að Kaninn er ekki með alveg hreina samvisku í þessum málum og vildu viðmælendur mínir ekkert ræða þetta frekar.
Að lokum finn ég mig knúna til að deila með ykkur lífsreynslu minni frá því í hádeginu. Já ég fór ásamt Big Bird og 2 Könum í hádegismat, ég pantaði mér grillaða samloku og þegar allt var komið á borðið hófst ég handa við að borða hana með HNÍF og GAFFLI eins og siðuðu fólki ber. Eitthvað var hnífurinn illa brýndur og átti ég í töluverðum erfiðleikum með að vinna á samlokunni. Það kom að því að Lobo Marenges spurði mig af hverju í ósköpunum ég væri að nota hníf og gaffal, hvort ég vissi ekki að best væri að borða þetta með höndunum. Úff, þarna kom það, menningarshokkið sem ég var að bíða eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðlagast hér ef ætlast er til þess að ég borði með fingrunum? Er ekki nær að Kaninn hætti þessari villimennsku og læri að nota þessi áhöld ? ÉG mun ekki gefast upp og berjast áfram með hnífapörunum!!!!!!
velig hilse
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:48 f.h.
þriðjudagur, nóvember 19, 2002
hey ég var að læra nýtt spil í kvöld, Settleres of Catan, held ég að það heiti. Er víst ekki alveg nýtt en allavega nýtt fyrir mér. Ég get auðveldlega séð mig fyrir mér sitjandi yfir því fram undir morgun þegar allir heilvita menn eru úti að skemmta sér en það segir líka ýmislegt um mig er það ekki ???? Mér finnst nú ansi freistandi að fara vel ofan í gang mál og nota þessa síðu til þess að benda á ýmis taktísk mistök í leik annara en ég ætla að halda aftur af mér. Allavega reyna. Það vill nefnilega stundum verða ansi fjörug umræða hver gleymdi að af trompa hinn og þennan þegar ég er að spila. Ég ætla sem sagt að reyna að fría mig allri ábyrgð á þeirri vitleysu með því að sleppa því að ræða spilið frekar.
Það þýðir náttúrulega að ég verð að hætt að skrifa svo ég freistist ekki út í neina vitleysu :)
Annars er skemmtilegt að skoða nafnorð einsog settleres, skittles og bugles eða ætti ég að skrifa ,,böggles" eins og flestir Íslendingar myndu bera það fram ? Þeir göptu bara á mig kanarnir þegar ég bað um skittles hérna í fyrsta skipti, sem betur fer þyrfti ég aldrei að biðja um bugles. Ég hefði sjálfsagt ekki getað látið sjá mig í því hverfi aftur.
Nýjar myndir komnar úr framköllunun svo það er aldrei að vita nema maður seti þær á netið fljótlega.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:03 f.h.
mánudagur, nóvember 18, 2002
Í kvöld komst ég að því enn og aftur hvað tónlist getur skapa mikla stemningu og flutt anda tímans fram og aftur að vild. Okkur stöllum í Strætinu var boðið í mat í kvöld en gestgjafinn bjó á Capital Hill, sem eins og nafnið gefur til er hæð hér í Seattle. Þaðan sést yfir miðborgina og útsýnið er vægast sagt stórkostlegt, Geimnálin stendur tignarleg, böðuð ljósi eins og tröllvaxinn ljósastaur og svo má sjá óteljandi litli ljós sem prýða sjóndeildahringinn. Þetta var eins og vera staddur í stafni Starship Enterprice og horfa út um gluggann. Sem sagt framtíðarsýn. Það merka gerðis hins vegar að eftir matinn sátum við og sötruðum te úr krúsum og hlustuðum á geislaplötu með Elsu Sigfúss. Þeir sem til hennar þekkja vita það að tónlist hennar var einungis gefin út á Vínil og Smekkleysu snillingar fengu þá góðu hugmynd að gefa upptökurnar út á geislaplötu fyrir ekki svo löngu. Þarna sátum við, sötruðum te og hlustuðum á notarlega Vínilskruðningana og ég get svarið það mér fannst ég fara aftur í tímann. Þetta var eins og vera í tímahylki með útsýni inn í framtíðina og ég átti allt eins von á því að hitta ekki ómerkari menn en Stein Steinar og Halldór Laxnes þarna í stofunni en geta jafn framt séð út um gluggan fólk svífa um á svibrettum eins og í myndinni Back to the future. Merkileg tilfinning það, en ég komst til baka og hingað heim í Strætið, engin svifbretti á leiðinn og enginn Halldór hér.
Góðar stundir
e.s. ef þið eruð að leita að gömlum skrifum okkar þá vil ég benda á að BB færði það upp á síðuna, já þarna efst á síðunni fyrir miðju er grænn rammi þar sem stendur: Home Page og þar fyrir neðan er gamalt blogg. Jamm þú fannst það!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:26 f.h.
|
 |