|
|
þriðjudagur, desember 13, 2005
Loksins, loksins er ég skriðin undan feldi vetrakvartersins. Ég skilaði af mér námskeiðinu í gær svo nú verða ekki fleiri heimadæmi, lausnir eða viðverutíma á kvöldin í bili. Nú get ég loksins einbeitt mér alfarið af rannsóknum mínum. Ég hef nú samt gert ýmislegt þetta kvarter þó svo ég hafi ekki skrifað um það hér, sem betur fer hefur Kúkkí staðið sig öllu betur í að uppfæra heimasíðuna og kann ég henni þakkir fyrir það. Fyrri hluti kvartersins var eitthvað á þessa leið; geggjuð ferð til Levenwurt, Þorri kom í heimsókn og ráðstefna í Boston. Ráðstefnan gekk bara vonum framar, æfinga fyrirlesturinn minn fyrir ráðstefnuna gekk alls ekki vel svo ég var ansi stressuð fyrir ráðstefnuna sjálfa. Æfingafyrirlesturinn var sem betur fer bara æfing og fínt að gera mistökin þar en ráðstefnu fyrirlesturinn sjálfur gekk mjög vel. Það var góð mæting og töluvert af góðum spurningum. Það er fyndið að hugsa til þess að fyrir tveimur árum þegar ég flutti fyrirlestur á þessari sömu ráðstefnu í Baltimore var ég guðs lífandi fegin að fá engar spurningar, nú orðið mæli ég árangurinn ferkar í fjölda og gæði spurninganna sem ég fæ, því fleiri því betra. Ég kynntist þó nokkuð af nemendum á ráðstefnunni, öllum karlkyns enda er kynjahlutfallið á þessum ráðstefnum kvennkyninu mjög svo í óhag, þó sér í lagi í þeim hluta fagsins sem ekki hefur forskeytið líf- . Það var athylgisvert að tala við strákana sem voru komnir álíka langt á veg með gráðuna sína og ég, þeir virtust allflestir vera fullir sjálfstraust og ósparir á að auglýsa eigið ágæti enda stór hluti svona ráðstefnu að koma sér á fram færi. Þeir jafnvel töluðu um að sækja um prófessorsstöður strax af doktorsnáminu loknu. Það hafði aldrei kvarlað að mér að sækja beint um prófessorsstöðu, ég og vinkona mín af rannsóknarstofunni vorum sammála um að okkur finnst við engan vegin tilbúinar til þess. Því meira sem ég læri því fleira finn ég sem mig langar og þarf að læra. Ég hef aðeins velt fyrir mér hvernig á því standi að strákarnir séu upptil hópa svona miklu öruggari með sig, er það testasteró magnið, umhverfið, hvorgu tveggja eða eitthvað allt annað. Ég er að minnsta kosti ekki tilbúin til þess að samþykkja það bara þeir standi okkur svona miklu framar !
Þarna missti ég ögn þráðin og biðst velvirðaringar á því, aðrir Seattlebúar hafa gert þakkargjörðarhátíðinni góð skil á veraldarvefnum og ég ætla ekki að fara að endurtaka það hér. Armin sem hefur dvalið undanfarnar vikur í landi Bush (Texas) kom til Seattle yfir þakkargjörðarhátíðina og snemma á föstudagsmorgni héldum við til fjalla, nánar tiltekið til Mt Baker. Það er ótrúlegt að skoðatölfræðina á heimasíðu skíðasvæðisins, skálinn er í rúmlega 1300 metra hæð yfir sjávarmáli og toppur fjallsins er 455 metrar þar fyrir ofan töluvert hærra en Bjáfjöll. Allvega, við brunnuðum, mis hratt niður brekkurnar á brettunum okkar föstudag og laugardag og létum þreytuna líða úr okkur í heitum potti á kvöldin. Frábært helgi, hér er víst eina sönnun þess að ég hafi nokkurntíman verið á Baker.  Armin flaug svo aftur til Texas á sunnudegi og ég fór aftur í vinnuna og að undirbúa næstu skíðaferð......... Um síðustu helgi fórum ég, Laura og Jamie til Whistler á skíði. Whistler held ég að sé toppurinn á tilverunni, þar eru tvö fjöll Whistler Mt og Blackcomb Mt, hvort um sig um 2200 metra há og lengstu skíðaleiðirnar niður fjöllin eru 11 km. Það var ekki nægur snjór svona snemma árs til þess að skíða frá toppi og niður en það myndi sennilega taka mig um klukkutíma, pælið í því. Það var sennilega líka bara fyrir bestu að við gátum ekki skíðað allaleið niður ég var alveg nógu þreytt samt. Við skíðuðum í tvo daga, tókum lyfturnar upp í um 1800 metra á morgnanna og skíðum svo á efri hluta fjallsins allan daginn. Það var geðveikt, ég held það fátt geti toppað tilfinninguna að leggjast upp í rúm að kvöldi dags eftir góðan dag í fjallinu. Við gistum á hóteli í Whistler village sem er skíðaþorp svo við gátum labbað í lyfturnar kvölds og morgna, hefðum meira að segja geta farið heim um miðjan daginn til þess að fá okkur kakó en við gáfum okkur engan tíma til þess. Eftir góðan dag á fjallinu lögðumst við í heita pottinn og tötlum svo um í þropinu, skoðuðum jólaskreytingarnar og allar skíðabúðirnar. Endurnærð eftir frábæra helgi í Kanada er ég svo komin aftur í skólan, ég er búin að kaupa flestar jólagjafirnar svo nú er bara að pakka niður í tösku og fara heim í jólafrí !!!!! sjáumst fljótlega :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:32 e.h.
Hér getur að líta Sesamestræti 58 í september 2002
 
Já þetta gamla hús með sinni fallegu sál hýsti okkur BB og Oscar í um 3 ár með tilheyrandi gestagangi, veislum, mannfögnuðum og gistinóttum. Já þetta gamla timburhús var sharmerandi jafnt fyrir menn sem dýr og kunnum við því bestu þakkir fyrir skjólið. En af hverju er ég að tala í þátíð? Jú sjáið þið til, við vissum að það væri búið að selja húsið og að kaupandinn ætlaði að rífa það svo að bygga megi nýtt fjölbýli á lóðinni. En í hjarta okkar vonuðumst við til að sál hússins sem og húsdraugurinn myndu ná að stöðva þessi áform. Í gærkveldi kom svo shokkið. Við BB keyrðum framhjá húsinu á leiðinni heim af videoleigunni og af gömlum vana lituðumst við eftir "húsinu okkar" við illlýsta götuna. Ég hélt í eitt augnablik að augun væru að bila því ég sá ekkert nema svart þar sem húsið átti að vera. En ég pírði augun og fókuseraði á svartnættið og þá sá ég það. Þarna stóð risastór haugur af spýtnabraki í stað hússins og glaðhlakkanleg grafa stóð þar hjá og dáðist af afreki sínu. Tíminn stóði í stað og eitt augnablik fannst mér að ég hefði tapað síðustu 3 árum ævinnar, ég snéri mér að BB og sagði "þar fór það." Já háfleygt var það ekki en tónn sorgar og söknuðar litaði þessa litlu setningu. Skammt er stórra högga á milli í Strætinu þessa dagana. Hvað skyldi verða næst?
Og þar til næst, hér stóð bær.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:01 e.h.
|
 |