|
|
föstudagur, apríl 22, 2005
Gleðilegt sumar!!! Sumar og vetur frusu víst saman heim en ekki hér alveg þokkalegasta veður í gær og sól og sumar í dag. Geggjað. Sumrinu var að sjálfsögðu fagnað í Sesamestræti, Dr. Gunnar, Senja og strákarnir komu í íslenskt lambalæri, malt og appelsín og Ora baunir....það var hreinlega himneskt. Takk fyrir lambalærid Gulla :-) Það er alveg ótrúlegt hvað við áttum að íslenskum mat, allt þetta sem við höfðum geymt á góðum stað var dregið fram, íslenskur fetaostur og rauðvínssósa, brúnaðar kartöflur og meira að segja ekta mars í marssósuna. Kúkkí varð nú á orði að hún væri tilbúin að verða amma slíkir voru taktarnir í eldhúsinu.
ég heiti því að vera duglegri að skrifa hérna á næstunni enda minna um afsakanir þegar prófið er búið. Kúkkí er hinsvegar í milljón einingum þetta kvarter hún slær ekki slöku við stelpan, ég reyni því að færa fréttir af okkur báðum eftir bestu getu.
Markmið helgarinnar, bæta ögn í freknurnar og hugsanlega sólbrenna.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:54 f.h.
miðvikudagur, apríl 20, 2005
I meid it !!!!!!!!!!!! Jamms prófið er yfirstaðið úffff þvílíkur léttir. Það er glampandi sólskin út og ég á leiðinni heim, nú er bara að fara úr skárri gallanum og gera sem minnst það sem eftir er dags.
hlaupin út í sólskinið
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:43 e.h.
|
 |