|
|
mánudagur, desember 27, 2004
Gleðilega Hátíð !!!
Ég var með eindæmum löt að senda jólakort þetta árið en ég heiti því að bæta mig á næsta ári, það er ekki verra áramóta heit en hvað annað er það?
Jólin í Sesamestræti voru rógleg og notaleg, Kúkkí hélt heim á Frjóna en Oscar, Svarti Kisi og ég héldum jól í strætinu. Okkur höfðu borist nokkrir vænir pakkar fyrir jólin, hangikjöt, laufabrauð, skyr, konfekt, flatkökur, sörur, Ora baunir og að sjálfsögðu malt og appelsín svo eitthvað sé nefnt.
Jólahald fór því fram með tiltölulega hefðbundum hætti, skata, í Scanhouse, á Þorláksmessu og svínakjöt á aðfangadagsköld og bæði önd og gæs hjá Hermannsson familí á jóladag.
Fyrir utan að borða þessi jól hef ég lesið skáldsögur og horft á videó, ég held að það sé akkúrat það sem er ætlast til að fólk geri um jólin ekki satt.
Ég hef þó öðlast mun meiri innsýn í húsmæðrar hlutverkið þessi jól, það er ekkert grín að hita baunirnar, brúna karftölfurnar, krydda til sósuna, gera salat....... allt í einu og allt þarf þetta að vera heitt en ekki of heitt á sama tíma, púffff
Sem betur fer erum við bæði efnafræðingar sem þýðir í raun að við eyddum þremur árum í að læra á hitaplötur/eldavél og að vaska upp sú þekking var nýtt til hins ýtrasta þessi jól.
Að sjálfsögðu var jólamáltíðin óaðfinnanleg en ég hefði ekki boðið í að standa ein í eldhúsinu.
Hér tekur bara við vinna á labbinu en ég fylgist líka náið með skíðafæri í nágrenni borgarinnar.
Gunnsa, Steini og Haffi, takk enn og aftur fyrir frábæran mat og spjall á jóladag.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:48 e.h.
|
 |