{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{fimmtudagur, október 21, 2004}

 
Sem betur fer var Kúkkí ekkert að lofa upp í ermina á okkur, við gerum okkar besta en stundum er það nú bara þannig að ég hef lítið að segja......trúið þið því ?
Þetta er reyndar einn af þessum dögum en hvað gerir maður ekki til þess að fresta leiðinlegu verkefnunum þó ekki væri nema um fimm mínútur í viðbót ? Ég hef reyndar lært vel af hérlendum fréttamönnum og luma á nokkrum frásögnum til þess koma mér í gengum gúrkutíð. Því miður hef ég engar fréttir af frækilegum björgunum katta úr trjám eins og svæðisfréttastofan hér sýnir á milli stríðs og forsetakosninga heldur einungis stutta frásögn af framandi siðum.

Hér í landi tíðskast ekki sængurgjafir heldur er haldin veisla til heiðurs verðandi mæðrum, baby shower. Þar færa vinkonurnar hennar henni og barninu gjafir og eldri mæður miðla af reynslu sinni.
Ein bandarísk vinkona mín á von á tvíburum á næstu dögum og ég fékk að sjálfsögðu boð í bady shower frá einhverri vinkonu hennar um miðjan september. Því miður komast ég ekki þangað en mætti í staðinn í kaffi heim til verðandi foreldar með fangið fullt af gæða Costco bleijum enda var beðið um bleijur eða ''to go'' matseðla í boðskortinu.
Ég hélt nú fyrst að það væri meira grín en alvara en mætti með bleijurnar til öryggis. Ég sá ekki eftir því þegar fólk fór að streyma til samsætisins með fangið fullt af bleijum og matseðlum.
Ég og Kúkkí veltum þessu með matseðlana svolítið fyrir okkur og komust helst að þeirri niður stöðu að hann kynni kannski EKKERT að elda. Matseðlarnir væri því kannski hugsaðir til þessa að auka fjölbreytnina i fæðunni örlítið, ekki það að seríós og dómínós séu ekki fyrirtaks fæða.
Í síðustu viku hringdi svo vinkona tvíburamóðurinnar í mig og tilkynnti strax að hún væri ekki að hringja út af tvíburunum.
Ok, hvað vildu hún mér þá, ég hef nú bara hitt hana tvisar sinnum og átti ekkert frekar von á löngum símtölum frá henni.
Jú, sjáið þið til, vinir þeirra hjóna höfðu tekið sig til og skipt með sér dögunum fram undir jól og ætluðu að færa þeim mat og hún var nú bara að spurja hvaða dag ég kysi helst. Ég var nú ekki vissum að ég skildi þetta rétt en þegar hún minnti mig á að verðandi móðirin er grænmetisæta sá ég í hvað ég var búin að koma mér. Í fljótræði valdi ég mér laugardag og kvaddi.
Ég er strax farin að hafa áhyggjur af þessu, ég kann enga eggaldin rétti hvað þá kann ég að gera hnetusteik eða grænmetisböku !!!!
Þetta er agalegt að gera mér þetta, hvernig á ég að getað eldað þegar ég veit ekkert hvað þau langar í. Mér dettur helst í hug að fara bara á Wendies.. en ég held að það hafi ekki verið verið hugmyndin með þessu.

Ef þið lumið á góðum uppskriftum eða hugmyndum, endilega látið mig vita.


posted by Big Bird a.k.a. BB 2:10 e.h.



{þriðjudagur, október 19, 2004}

 
Þá er komið að því að skrifa hér nokkrar línur. Við erum greinilega ekki að standa okkur í skrifunum og vil ég biðja lesendur okkar velvirðingar á því. Ekki ætla ég þó að lofa upp í ermarnar á okkur og segja að héðan í frá verði allt betra, en það skal samt skrifað í dag.

Sting tónleikarnir voru hrein og tær SNILLD. Já ok ok ég veit að ég er afar hlutdræg þar sem Sting hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var 17 ára, en samferðamenn mínir sem eru minna hrifnir af Sting voru alveg sammála mér um snilldina. Sting rokkaði og var alveg hrikalega kynþokkafullur, já allt er fimmtugum fært :Þ

Að öðrum málum, hér í strætinu undanfarið hefur sú stefna verið í algleymi að eyða tímanum jafnt í lærdóm sem og félagslegu hliðina. Á laugardagskvöldið fyrir viku buðum við BB til okkar, Steina, Gunnsu og Ingvari í saltfisk að hætti Spánverja. Upphaflega hugmyndin var sú að fá gestakokk frá Pakistan til að matreiða þorsk að hætti heimkynna sinna. Á elleftu stundu kom hins vegar í ljós að kokkurinn var bókaður í Vancouver þennan laugardag svo að ég bretti bara upp ermarnar og græjaði Baccalá (eða hvernig sem það er skrifað). Var það mál mann sem smökkuðu að saltfiskurinn hefði tekist afar vel. En usss ekki segja mömmu frá því þá vill hún láta mig gera þetta líka heima um jólin ;o)
Svo á miðvikudagkvöldið í síðustu viku var síðasta umferð í kappræðum John Kerry´s og W. Bush. Í því tilefni buðum við fólki úr öllum áttum að koma og grilla hér í garðinum og hlusta á kappræðurnar. Þarna voru fulltrúar frá Danmörku, Uganda, Kanada , Pakistan, USA og Íslandi. Gettið´ði hvor forsetaframbjóðendanna hafði meirihluta atkvæða á þessari samkomu!

Nú til að endalega toppa félagsvirknina í Strætinu buðum við í partý á laugardagskvöldið. Þangað var stefnt öllum nýkomnu Íslendingunum sem og lengra komnum. Á boðslistanum voru líka nokkrir innfæddir Amerikanar en það sást ekki tangur né tetur af þeim allt kvöldið. Ekki veit ég hvort þau eru svona hrædd við okkur Íslendingana, þetta mál verður skoðað ofan í kjölinn í vikunni. En til að gera langa sögu stutta, það var drukkið, dansað og brotin ein rúða. "Hva bara alvöru sveitaballastemning" sagði Bakaradrengurinn sem mættur var í partýið. Jamm síðustu gestir fóru til síns heima um 3-leytið á sunnudaginn og þau hrósuðu okkur í hástert fyrir frískt loft í húsinu :)
En ekki hafa áhyggjur, það kemur hingað karl einn grár fyrir hærum og setur nýja rúðu í fyrir okkur á morgun. En þangað til er það bara flíspeysan og ullarsokkarnir sem blíva þegar setið er við lestur námsbóka í borstofunni. Merkilegt hvað er erfitt að einbeita sér að því að reikna tölfræðidæmi þegar hárið er alltaf að fjúka fyrir andlitið!

Nei nú er nóg komið af rugli, best að mæta í skólann.
þar til næst, farið varlega!

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:04 f.h.


spacer