{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, ágúst 21, 2004}

 
það er allt við það sama í rannsóknum á þessum bæ, hreinlega ekkert gengur upp, það er svona mátulega gaman af því. Mér finnast hinsvegar mjög gaman af þessari frétt úr nágrenninu.
Það er greinilegt að þessi björn þekkir muninn á vondum bjór og ódrekkandi bjór.

BAKER LAKE, Wash. --
When state Fish and Wildlife agents recently found a black bear passed out on the lawn of the Baker Lake Resort, there were some clues scattered nearby -- dozens of empty cans of Rainier Beer.
Slideshow
:
DRUNKEN BEAR
The bear apparently got into campers' coolers and used his claws and teeth to puncture the cans. And not just any cans.Fish and Wildlife enforcement Sgt. Bill Heinck said the bear did try one can of Busch beer, but ignored the rest. Agents estimate the bear drank about 36 cans of Rainier.

A wildlife agent tried to chase the bear from the campground but the animal just climbed a tree to sleep it off for another four hours. Agents finally herded the bear away, but it returned the next morning.Agents then used a large, humane trap to capture it for relocation, baiting the trap with the usual -- doughnuts, honey and, in this case, two open cans of Rainier. That did the trick.

posted by Big Bird a.k.a. BB 5:11 e.h.



{föstudagur, ágúst 20, 2004}

 
'' Æ hed i-noff of þiss !!!!!''
Já nú er svo komið að ég hef ákveðið að taka til örþrifa ráða. Ég er búin að fá mig full sadda af þessum helv... tölvuhræjum sem ég er að vinna með. Yndislega hljóðláta tölvan sem ég hef haft á skrifstofunni undanfarið fer inn á labb. Þar kemur það ekki til með að nýtast mikið hversu hljóðlát hún er enda hávaðinn frá vacuum dælunum vel yfir leyfilegum mörkum. Það er því gersamlega ómögulegt að gera útreikningana mína þar.
Um helgina tek ég svo tölvuna mína að heiman og set á skrifstofuna, það þýðir að ég verð í ennþá minna tölvusambandi en verið hefur og/eða verð á skrifstofunni flestum stundum.
Tölvan mín er alls ekki eins hljóðlát svo allar ábendingar að tónlist til að yfirgnæfa suðið eru vel þegnar.

Það er því ekki nóg með að Mr. Smith stingi af til Englands í einkaerindagjörðum og hætti við tónleikana sína hér heldur verð ég sennilegast á labbinu alla helgina að reyna að fá þetta fjan... drals til þess að virka.
Það var rétt, það rignir eldi og brennisteini rétt eins og nornin sagði.....

hehehe, ég veit þið saknið mín öll hrikalega þegar ég er í þessum ham ; - )



posted by Big Bird a.k.a. BB 10:38 f.h.



{miðvikudagur, ágúst 18, 2004}

 
Næstu daga mun ég endurskoða vináttu mína við galdrakerlinguna Kúkkí mjög gaumgæfilega. Ástæða þessa er einföld, tónleikum Cure sem áttu að vera á laugardaginn hefur verið frestað og kenni ég henni alfarið um það.
Ég greinilega vanmat galdarmátt hennar, ég mun héðan í frá taka því með fullri alvöru þegar hún óskar þess að rigni eldi og brennisteini...... Ekki það að ég viti hversvegna tónleikunum er frestað en vera getur að skógareldarnir hafi teygt sig óþarflega nálægt.

Eg leggst nú undir feld og veg og met stöðu mála.


posted by Big Bird a.k.a. BB 3:20 e.h.



{þriðjudagur, ágúst 17, 2004}

 
SCORE!!!!!!!!!!!! Já ég fæ bara lánuð orð vinkonu minnar til að fagna nýjasta afrekinu. Áður en ég fór heim til Íslands í júlí lagði BB mér línurnar um það hvernig ég ætti að setja inn myndir hér á strætið svo að ég gæti deilt með ykkur öllum skemmtilegu myndunum úr útskriftinni minni. En humm.....ekki hef ég enn haft kjark í að prófa og því hafa heppnir vinir og ættingjar bara orðið að skoða "hard copy" af þeim myndum. En í dag ákvað ég að prófa að skella inn myndum sem ég tók í hitabylgjunni hér á Íslandi. Ég gróf upp blaðið sem hripað var á leiðbeiningar um verkferlið og svo bara skellti ég mér í framkvæmdir. Og viti menn......það tókst í fyrstu tilraun, ne ne ne ne ne. Afrekið má sjá ef þið smellið ykkur inn á hlekkinn Nýjar myndir og veljið svo albúmið sem heitir hitabylgja.

Góða skemmtun þar til næst!



posted by Big Bird a.k.a. BB 11:48 f.h.



{mánudagur, ágúst 16, 2004}

 
Þetta var notaleg helgi. Á föstudagskvöld ákvað ég að leggja tímabundið til hliðar öll vandræðin af labbinu og bauð Jamie og vinkonu hennar heim. Við þvinguðum Armin og '' the insane Dane'' til að spila við okkur Settlers fram yfir miðnætti. Það er svo notalegt að geta setið út í garði svona lengi frameftir bara á stuttermabol.
Ég minnist þess ekki að hafa gert mikið merkilegt á laugardaginn, ég gerði tilraun til þess að lesa grein sem er lítlar 46 blaðsíður af vísinda texta. En þegar ég fór út í garð sá ég fimm þvottabirni að leik í garðinum. Móðirin lág rógleg á blettinum og fylgdist með hvolpunum baða sig í litlu tjörninni í garðinum og klifra í tránum. Hún var rétt eins og móðir sem fer með börnin sín í skemmtigarð á fallegum sumardegi. Hvolparnir æsluðust og slógust en hún fylgdist rógleg með. Annað slagið skildi hún þá að þegar henni var nóg boðið eða reyndi að snyrta þá eitthvað aðeins svo þeir yrðu henni nú ekki til skammar. Hvolparnir voru lít hrifnir að því enda miklu skemmtilegra að slást við systkini sín og æslast í tjörninni heldur en að láta móður sina sleikja sig allan.
Þau voru svo sæt þessi litla fjöldskylda. Eðlilega fór þetta náttúrulega algerlega með lestrar plönin mín því ég gat ekki haft augun af þeim. Á meðan þvottabirnirnir léku sér í garðinum svaf kötturinn undir borði, hann er þá ekki svo vitlaust eftir allt saman.....hann á jú ekki séns í fimm þvottabirni blessaður.
Á laugardagskvöldið tölti ég svo um Fremount og skoðaði mannlífið, það er dýralíf rétt eins og í garðinum heima.

Sunnudaginn notaði ég til þess að þvo þvott og lesa það sem ég ætlaði mér að lesa á laugardaginn. Armin og ''the insane dane'' gengu á Mount Si en ég ákvað að passa á það að þessu sinni. Mér skilst að Mount Si sé ansi bratt og að hugsanlega sé the insane Dane alls ekki svo insane, allaveg skilst mér að hann hafi fundið sín efri mörk í þessari ferð rétt eins og ég gerði helgina á undan. Armin virðist hinsvegar ekki hafa nein efri mörk, það er ótrúlegt hvað hann getur hlaupið, klifrað og gengið án þess að blása úr nös.

Svo eru Cure tónleikar um næstu helgi :-)


posted by Big Bird a.k.a. BB 11:08 f.h.


spacer