|
|
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Það þarf ekki að spyrja hversu glæsilegur básinn okkar var í gær, hann var lang flottastur, allavega að okkar mati.
Ferðgeislaspilararnir slóu í gegn og þó sérstaklega Quarashi enda var á tímabili örtröð unglinga 11-13 ára og þetta var eitthvað sem þeim líkaði.
Í gær var vorblíða í Seattle, það hefði alveg farið fram hjá mér ef Armin hefði ekki komið valhoppandi inn á skrifstofu að breiða út boðskap slæpings háttar. Sannfæringarmáttur piltins var slíkur að ég pakkaði dótinu mínu snemma saman og hélt út í góða veðrið.
Þá kom dótapokinn hans Jóhanns sér vel, ég, Armin og Gunnsa sýndum hæfni okkar í hniti, svifdisksfimi og öðrum heima tilbúnum leikjum.
Oh ef bara maður hefði tíma til þess að leika sér svona á hverjum degi !!!
Í dag verð ég hinsvegar að vinna upp það sem ég hefði átt að gera í gær, tja þannig er það jú oftast. Það er bara hið besta mál, enda var hrollkalt í morgun og héðan úr gluggalausum kjallaranum verð ég lítið vör við veðrið, ég gef mér því að það sé enn ískalt og engin ástæða til þess að hætta sér út.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:02 f.h.
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Nú er pressa á liðinu.......
Í dag er cultural fest, eins og alþjóð veit voru Íslendingar með ógleymanlegan bás í fyrra og væntingar eru því miklar, þó ekki sé meira sagt.
Þemað í fyrra var gamla Ísland, lambagærur, rokkur, kambar, hákarl og svo framvegis. Í ár verður meiri áhersla lögð á Ísland í dag.
Eins tækjaóð og við flest erum er lítið mál að safna saman ferðageislaspilurum og tölvum. Þar geta gestir og gangandi hlustað á íslenska tónlist en í stað Megasar og Vísnakórsins verður Singapor sling, Sigirrós, Qu... og fleiri.
Ég vona að við völdum engum vonbrigðum (enda ekki líklegt).
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:37 f.h.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Í Svíþjóð virðist vera í gangi fullorðisprófa bylgja, sjá Svíþjóðarferð og Hrönn í síðustu viku. Hugmyndir er sem sagt að svara spurningalista og meta út frá því hve fullorðin þú ert orðin.
Samsvarandi spurningalisti fyrir námsnem er öllu styttir:
Þú er námsmaður ef þú tekur þér frí/hættir snemma til þess að þvo þvott.
ég er víst ekki fullorðin en örugglega námsmaður.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:25 f.h.
|
 |