|
|
föstudagur, október 24, 2003
Hellan fyrir eyrunum er loksins farin eftir R.H.C.P. tónleikana en hún er alveg þess virði. Ég hef reyndar pínu áhyggjur af því að þetta séu elli merki að vera með hellu fyrir eyrunum í næstum 2 daga eftir tónleika, ég vona samt ekki.
Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi vika liðinn og nánast komin helgi og að sjálfsögðu er nóg að gera. Á morgun förum ég og Kúkkí á okkar fyrsta leik í amerískum fótbolt, Oscar og fleiri efnafræðingar verða fylgdarsveinar okkar og vonandi þolinmóðir útskýrendur ???
Nú er bara að vona að það rigni ekki á okkur :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:03 e.h.
miðvikudagur, október 22, 2003
"Under the bridge down town is where I drew some blood, under the bridge down town........." Já þessi laglína er föst í höfði mér síðan í gær eftir hreint magnaða Red Hot Chili Peppers tónleika í Key arena, fjöldnota höllinni hér í Seattle.
Já við vorum 7 Íslendingar og 2 Bandaríkja menn sem höfðum komist yfir miða á tónleikana og var ákveðið að hittast í bænum um kl 16 og fá okkur að borða og kannski meira með. Það var mál mann að hafa allt planið í fyrri kantinum þar sem sumir Íslendinganna voru æstir í að sjá upphitunarhljómsveitina sem heitir Flaming Lips. Ekki er hægt að segja að við BB höfum verið þar fremstar í flokki. Neibb við bara hreinlega fengum nóg af þeim er við sáum þá í sumarbyrjun á útitónleikum......hrokinn og hæfileikaleysið hljómsveitarmeðlima var bara of mikið fyrir okkar fágaða smekk ;) Hvað um það, við komum í höllina og náðum fyrstu tónunum í byrjunaratriði Flaming Lips.......vveeeiiiiiii eða þannig. Megnið af tónleikarförum ákvað að fara niður á gólf og reyna að komast sem næst sviðinu en samt aðeins til hliðar við það svo litla fólkið yrði ekki troðið undir. Þetta herbragð tókst með eindæmum vel þar sem Þýskættaði Bandaríkjarisinn sem var með okkur tók að sér að tryggja autt pláss á þili sem skildi að stæði frá sætum og svo kallaði hann til sín litla fólkið eitt af öðru og bauð að setjast á þilið. Þarna sátum við BB og Gunnsa eins og prinsessur en fyrir framan okkur mynduðu hávöxnu fylgisveinar okkar skjaldborg svo enginn gæti abbast upp á okkur. Já, af þilinu sást vel til allra átta en þó sérstaklega á sviðið.
Ljósin slökknuðu og spennan magnaðist.........trtrtrtrtrtrtrtr.......tónn sleginn og um leið kvikna kastararnir á sviðinu...."standing in line to see the show tonight and there´s a light on, heavy glow ......" þarna eru þeir allir, R.H.C.P. og rokkuðu af stað. Á lagalista kvöldins var skemmtileg blanda af gömlu og nýju efni og það verð ég að segja að þetta er hljómsveit sem kann að rokka og skemmta sér um leið og þeir skemmta áhofendunum. Þolið þeirra er ótrúlegt, Flea (bassaleikarinn) og Anthony Kiedis (söngvari) hömuðust allan tímann á sviðinu sýndu sína eigin útgáfu af rúmlega 90 mín æfingarprógrami þar sem fléttað var saman street-fight stíl, rokkstjörnuslammi og styrktaræfingum auk þess sem hafa verður í huga á þeir spila og syngja allan tíman án þess að klikka nokkurn tíman á versi eða nótu. Já alveg hreint órtúlegt!!! það voru mörg ógleymanleg andartök á þessum tónleikum eins og t.d. að horfa og hlusta á Flea slá bassann.........alveg ólýsanleg tilfinning!!!! að horfa og hlusta á Kiedis ýmist synga ofur-kynþokkafullt eða rappa textann ber að ofan........alveg ólýsanleg tilfinning!!!!!
En allt tekur enda og það var líka þannig að þessu sinni.....út í nóttina gekk kátur hópur af tónleikaförum eftir magnað tónleika R.H.C.P. Alveg ljóst að ég mun fara aftur á tónleika með þeim ef tækifæri gefst og mæli með að þið drífið ykkur líka.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:17 e.h.
R.H.C.P. voru geggjaðir í gær !!!!!
Hingað til hafur það farið Kúkkí einkar vel úr hendi að lýsa tónleikum sem þessum, ég sé því enga ástæðu til þess að gera breytingu þar á.
Yfir til þín Kúkkí Master....
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:08 f.h.
þriðjudagur, október 21, 2003
Það er ekki nokkur leið að bæði vinna og bíða eftir Red hot chili peppers tónleikunum. Það er bara alltof auðvelt að sannfæra sjálfan sig um að það taki því ekki að byrja á neinu að viti, allavega hefur það reynst mér auðvelt í dag.
haha komin tími til þess að fara á tónleika, jippý kóla !!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:42 e.h.
mánudagur, október 20, 2003
Mér varð af ósk minni, veðurfræðingarnir höfðu rangt fyrir sér um veður helgarinnar svo varla kom dropi úr lofti. Þessi óvæntu gleði tíðindi urðu svo náttúrulega til þess að við brugðum okkur frá bæ og sýp ég seyðið af því í augnablikinu. Jamm heimadæmin rétt að klárast og löngu komin fram yfir kristinlegan háttatíma. Hvenær skildi mér lærast að byrja fyrr á heimalærdómnum ?
Við skruppum í heimsókn til Evgeníu og Gunnars í kvöld og þar var yngist heimilismeðlimurinn, Arnar, einmitt að brenna sig á því sama og ég, bara ekki alveg eins illa. Leifur er hinsvegar búin að læra þá list að gera hlutina í tíma enda í middel school og ég sem er löngu fermd og samt virðist þetta ekkert vera að sígast inn.
Svo lærir meðan lifir stendur einhverstaðar svo enn er von, en ég verð þó að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir mína hönd.
Annars heyrist mér að öll rigningin sem átti að koma um helgina sé að koma niður núna, ég ætla því að gera það sem allir ættu að gera í slíku úrhelli, leggjast upp í rúm, breiða uppfyrir haus og hlusta á rigninguna berja á þakinu.
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:59 f.h.
|
 |