|
|
laugardagur, september 20, 2003
Hver vegur af heiman er vegurinn heim.......
eða það héldum við allavega. Í dag var sem sagt verslunardagur og líkt og svo oft áður voru örfáir aðrir sem fengu þessa hugmynd, en hvað um það. Eiginlega af gömlum vana renndum við fyrst niður í skóla enda mikil hætt á slæmum fráhvarfseinkum gerðum við það ekki. Þegar við nálguðumst skólann hinsvegar rann upp fyrir okkur að það er víst komin september og laugardagur, það þýðir jú aðallega tvennt, Husky leikur (ameríski háskólafótboltinn) og því fylgir jú töluverð umferð. Með klókingum komust við nú hjá því að hanga þar mjög lengi og brunuðum því næst út á hraðbrautina eða allavega í átt að henni því að sjálfsögðu var allt stopp þar líka. En þolinmæði þrautir vinnur allar og í IKEA komust við. Oscari varð nú að orðið að í IKEA væri ansi mikil hreiður stemmning og voru það orð að sanni. Allt fullt af ungum fjöldskyldum að kaupa í búið, við Oscar hlaupum því eins hratt og við gátum í gengum til þess að smitast ekki, úfff þar skall hurð nærri hælum.
Þegar við vorum búin að fá okkur full södd af verslunarráti (á íslensku puddana orðið ansi létt) var málið að finna góða leið heim. Aftur héldum við á kunnulegar slóðir því við ákváðum að fara eina æfingaferð út á flugvöll svona til þess að undirbúa komu Kúkkís. Gekk sú ferð stórvel enda sá hluti ''borgarinnar'' sem maður þekkir best á eftir skólanum og bakgarðinum. Til þess að forðast aðra umferðateppu á aðall hraðbrautinn ákváðum við að fara smá krók sem við reyndar gerum mjög oft. Það var frábært enda engin umferð, við komust hinsvegar örlítið síðar að því hvers vegna umferðin var svona þæginleg, jújú stórframkvæmdir í gangi og að sjálfsögðu virtust allir hafa vitað af því nema við :(
"Detourinn" leiddi okkur náttúrulega í tómavitleysu en einhvernveginn náðum við að losa okkur út úr þeirri flækju þó bara til þess að lenda í fleiri framkvæmdum og svo inní miðri umferðaflækjunni af leiknum sem var greinilega að klárast. Það munaði minnstu að við bókuðum okkur inn á næsta módel og héldum þar bara fyrir næstu vikur en svarti kisi beið okkur heima.
Heim í strætið komumst við svo að lokum, mér finnst ekki líklegt að við leggjum í að fara út fyrir bakgarðinn á morgun því þetta reynir svo sannarlega á þolinmæðina.
Vonandi verður þessi reiðilestur minn ekki þýddur yfir á ensku, það verð ég sjálfsagt sett á "ród reids'' námskeið.....
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:01 e.h.
föstudagur, september 19, 2003
Löglegir íbúar Washingtonsfylkis gengu til kosninga fyrr í vikunni. Reyndar efast ég stórlega um að margir hafi gengið kannski einhverir hjólað en flestir þó keyrt, kæmi mér ekkert á óvart ef einhverstaðar hefði verið boðið upp á ''dræv þrú'' kosningar.
Kosið var í allskonar nefndir stórar og smár og einnig um ákveðin málefni. Sú fáranlega hugmynd að leggja á 10 centa expressó skatt til þess að fjölga dagheimilisplássum var auðvitað felld. Ákvæði sem leyfir lögreglunni að setja ''maríjóana'' reykingar ennþá neðar á forgangslistan var að sjálfsögðum samþykkt enda sjálfsögð mannréttindi skilst mér. Maríjóana reykingar eru samt ekki leyfðar en ekkert verður amast við þeim, bara rétt eins og drykkja á almenningsfæri á Íslandi. Það er því hætt við að fötin mannst lykt af maríjóana en ekki tóbaki ef maður bregður sér á pöbbinn.
Annað hápólítíks mál var kosning á konu einni í borgarstjórn sem var alfarið á móti því að leyfa fíla í einhverjum circus í Seattle. Að sjálfsögðu náði hún ekki kosningu, fílarnir hafa það náttúrulega miklu betra í circus hér heldur en á einhverjum sléttum í afríku....þeir gætu þurft að rífa grasið upp sjálfir og allt.
já mér finnst alltaf gaman að fylgjast með kosningum verst að ég hef ekki hundsvit á þessu og grip bara það sem ég vil grípa enda hef ég ekki kosningrétt og get því auðveldlega leyft mér það.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:35 f.h.
fimmtudagur, september 18, 2003
Undur og stórmerki áttu sér stað í morgun, ég, Big Bird sjálf(ur), var komin á fætur fyrir sólarupprás. Það er varla að ég geti kallað mig íslenskan víking lengur svo aum var ég að fara á fætur í myrkinu. Ég held svei mér þá að ég hafi ekki farið svona snemma á fætur án þess að vera að fara á flugvöllinn síðan ég hætti að hlaupa eins og vitleysingur á morgnanna. Sem betur fer eldist sú vitleysa af mér. Það munaði hinsvegar minnstu að ég keyrði Oscar út á flugvöll í morgun því hugmyndin að vera mætt í skólan fyrir sjö var bara ekki alveg að ganga upp.
En hvað gerir maður ekki, ég asnaðist til þess að bjóða mig fram í að taka á móti nýjum nemum og þar sem bandaríkjamenn eru almennt mun morgunhressari en ég (þar nú kannski ekki mikið til) sjá þeir ekkert rangt við að mæta snemma til þess að undirbúa allt. Ég persónulega hefði kosið að vinna frameftir í gær í staðinn.
Við Oscar leigðum okkur nýju Adam Sandler myndina í gær, Anger Man. það er prýðis skemmtun og lærdómsrík. Nú byrjum við hvern dag á að synga I feel pretty, Oh so pretty, I feel pretty and witty and gay í dúett.
Er til EINHVER leið til þess að losna við þetta lag úr kollinum ?????
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:04 f.h.
mánudagur, september 15, 2003
Ég stend frami fyrir tveimur afar kostum þessa dagana og hvorugur sérstaklega góður. Þannig er mál með vexti að vatnsveita Seattle borgar virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að kranavatnið væri alls ekki nógu líkt Laugardalslauginni og því bætt í það meiri klór. Þetta er reyndar bara getgátur en afhverju dettur mér þetta í hug. Ekki er það lyktinn því þótt ótrúlegt megi virðast er ég hætt að finna hana og ekki heldur bragðið því ófiltrað vatn var alltaf ódrekkandi.
Jú það er ,,sundlaugarfílingurinn'' þegar ég kem úr sturtu, húðin öll skrælnuð og það sem er ennþá skemmtilegra, kláði gersamlega allsstaðar. Ég hef aldrei verið neitt sérstakleg hrifin af klórnum í laugunum heima en lenti sjaldan í vandræðum vegna þess að ég fór í sturtu á eftir.....hér er sturtan sundlaugarferðin !!
Ég sé tvo kosti í stöðunni: Bíta á axlinn og bölva í hljóði á meðan ég klóra mig til blóðs á lærunum og handleggjunum eða fara í svo kallaða franska sturtu.
Síðari kosturinn verður því miður öllu dýrari en vatnið myndi sparast. Báðir kostir eru frekar óumhverfisvænir en ég yrði sjálfsagt meira vör við áhrif frönsku sturtunar þegar sætið við hliðina á mér færi að vera æ oftar autt.
Sem efnafræðingur ætti ég náttúrulega að geta fundið upp eitthvað töfra græ til þess að eyða áhrifunum en frumefni djöf.. getur verið erfitt viðureignar.
Það er því úr vöndu að ráða.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:51 e.h.
|
 |