|
|
föstudagur, júlí 25, 2003
Shrek er alltaf jafn sæt mynd. Ég fór með bandarískum kunningjakonum mínum á hana í gær, í þetta skiptið í úti bíó. Því miður voru bæði Oscar og Kúkkí upptekin en ég lét það ekki á mig fá og dreif mig með þeim. Útibíóið var hjá einum af bruggverksmiðjunum hérna svo nóg var af ódýrum bjór og hvítvíni til þess að sötra fyrir myndina þó svo við hefðum látið það vera.
Það lítur ekkert sérstaklega vel út að keyra í bruggverksmiðju í miðri viku svo við ákváðum að hjóla þetta. Það trúa því náttúrulega fáir að ég hafi ''meikað'' að hjóla þetta því vegalengdin var ekkert sérstaklega stutt en ég hvíldist vel yfir myndinni. Að liggja á teppi í grasinu á heitu sumarkvöldi og horfa á Shrek það er lífið, vantaði bara strák sem væri til í að liggja hjá mér og þá hefði þetta verið fullkomið...
Heilsan er samt bara fín í dag, engir strengir og ekkert vont að sitja. Andlega heilsan er ekki eins góð enda einhverskonar vörutalning í gangi á labbinu. Það reynir heldur betur á æðruleysið að ganga í tuttugast skiptið í gengum labbið og reyna að útskýra fyrir fólkinu að sennilega sé bara búið að helda Apple tölvunum sem kostuðu 2000 dollara 1990. Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvað varð af ''fúríer pumpunni'' sem var keypt '95, ég veit ekki einu sinni hvernig gripurinn lítur út en er þó búin að fá útskýringu svona átta sinnum hvað hún gerir og hvernig hún lítur út. Þessu fylgir svo sígildar setningar eins og ''ví jöst hef tú fæld it''
arrrrrrrrrrrrrrrg ég bara varð að koma þessu frá mér.
Ég þarf því sennilega að leita bæði til tann- og eyralæknis eftir helgi því gufustrókurinn úr eyrunum og gnístið í jöxlunum geta varla verið góð fyrir þessi líffæri.
2357, 2358, 2359 .......
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:17 e.h.
fimmtudagur, júlí 24, 2003
Enn bætist í skírteinasafn Sesamestrætisbúa, Oscar klárið prófið sitt með stæl í gær og bíður eftir skírteininu sínu í pósti. Mr. Arnaldsson, candidat of Ph.D. hljómar vel ekki spurning.
Að því tilefni fórum við út að borða á Ray´s Boathouse en það er fínn sjávarréttaveitingarstaður með útsýni yfir sjóinn. Það var fín tilbreyting að geta opnað allar hurðir á bílnum...... á gamla bílnum sem við vorum með í láni var nefnilega ekki hægt að opna bílstjóra hurðina nema innan frá. Sérstaklega skemmtilegt þegar farið er á fínni veitingarstaði þar sem bílnum er lagt fyrir okkur.
Reyndar var að pínu broslegt að sjá piltana teygja sig yfir farþegasætið til þess að opna, hlaupa svo hinumegin bara til þess að komast að því að hurðin hefði lokast aftur......
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:14 f.h.
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Nú verð ég víst að éta hattinn minn, það er víst Raidohead ekki Portishead sem eru að koma, svona er það að muna ekki milli hurða/vefsíða. Þar fyrir utan verð ég víst enn og aftur að játa að Kúkkí hafði rétt fyrir sér, R.E.M. eru að koma 1. sept en það bætir upp fyrir vonbrigðin með Portishead.
Fann raunar líka á þessu flakki mínu um vefinn að Aerosmith, Metallica, Limp Bizkit og Linkin Park eru væntanlegar fyrir þá sem ''digga'' það.
Ég hef engan vegin undan að fylgjast með hverjir eru að koma og hverjir ekki, Snoopy Dogg er til dæmis í Paramount á sunnudaginn. Ætli það taki því að tékka á miðum, sjálfsagt ekki.
Kannski ég setji bara inn á vikuplanið hjá mér frátekin tíma til þess að skoða nýjar uppfærslur af tónleika haldi í Seattle og nágreni svo er bara að verða sér út um styrkinn. Það er þó allavega byrjun að vita afhverju ég er að missa.
áfram strákarnir í rauðu búningunum.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:16 f.h.
Áfram áfram Man ú nætid, áfram áfram Man ú nætid, áfram áfram Man ú nætid, þið vinnið þennan leik!!!!
Já það voru spenntar stelpurnar sem voru mættar á Sea hawks leikvanginn í Seattle ásamt hinum 66.225 áhorfendunum til að fylgjast með leik Man.United og Celtic sem markaði upphaf af sýningartúrs knattspyrnuliða í Bandaríkjunum. Við keyptum miðann fyrir löngu síðan en einhvern vegin vegna anna vorum við ekki alveg búin að átta okkur á þvi að þessi merki viðburður væri í uppsiglinu. Loksins var langþráður draumur frá unga aldri að rætast, að fá að sjá uppáhalds knattspyrnuliðið spila í beinni :Þ Jamm leikurinn var flautaður á kl 20.15 að staðartíma og hvílík snilld........við vorum vel vopnum búnar með kíki og myndavél sem við nýttum óspart allan leikinn. Alveg merkilegt hvað strákarnir taka sig vel út í stuttbuxum, hlaupandi á eftir bolta.......humm......segi ekki meira um það, þið verðið bara að láta ímyndurnaraflið hlaupa með ykkur.
Ekki hef ég verið þekkt fyrir að vera góður íþróttafréttamaður og veit að margir af vinum mínu gera betur í að lýsa framvindu leiksins en það litla sem ég veit um knattspyrnu nægði mér til að finna það út að Man.U rúlaði allan tíman og Celtic spilaði hrikalega gróft allan tíman auk þess sem að dómarinn var óhæfur til verksins, er þetta ekki klassísk lýsing á góðum fótbotlaleik? Ekki þurfti lengi að bíða eftir fyrsta markinu frá Man.U....þeir voru búnir að skora fyrsta markið eftir aðeins 6 mínútna leik en Celtic menn vörðust eins og ljón enda þekktir fyrir sitt keppnisskap ef mér skjátlast ekki...........en í þetta sinn nægi það þeim ekki til sigurs og þegar upp var staðið eftir leikinn hljóðaði markataflan svona: Man.U 4 - Celitc 0. Ekki amalegt það. Eitthvað var samt búið að sníða reglurnar til þar sem að næstum öllum leikmönnum Man.U var skipt út af og nýjir peyjar fengu að spreyta sig. Miðað við það sem þeir voru að gera held ég að ekki þurfi að kvíða mikið hvarfi Beckhams..........neibb enn og aftur sannast að maður kemur í manns stað. Reyndar var hann óttalega pervisinn sá sem bar treyju númer 7 í þessum leik en það er aldrei að vita nema að hann eigi eftir að taka út einhvern vöxt, við verðum bara að bíða spennt eftir framtíðinni.
Annars skemmtum við BB okkur stórvel yfir þvi hvað Kanar vita í raun lítið um knattspyrnu, sem lítið dæmi þufti þulurinn að marg endurtaka í hátalarakerfið eftir 90 mín leik að leikurinn væri í raun ekki búinn þar sem dómarinn bætir alltaf við tafarmínútum. Ekki voru nú samferðamenn okkar af Kana bergi brotnir glaðir með að við flissuðum eins og gelgjum er einum lagið yfir þessu. Það er nú lágmark að lesa sér til um reglurnar áður en haldið er af stað í svona leik.........ja allvega finnst okkur það.
Og svo fyrir þá sem eru alvöru knattspyrnuáhugamenn þá ber þess að geta að áður en leikurinn hófst kölluðu forráðamenn Man.U hinn fræga knattspyrnumann, Bobby Charlton til að heiðra hann fyrir sitt framlag til íþróttarinnar.........við sáum Bobby, við sáum Bobby, ligga ligga lái :Þ
En þetta er svo sannarlega lífið, að sitja úti undir berum himni, horfa á fótbolta á stuttbuxum og stuttermabol og vera ekkert kalt..........já ég gæti hreinlega vanist þessu.
En þá er að koma þvi í verk sem sat á hakanum í kvöld........en það var alveg þess virði.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:40 f.h.
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Dagurinn er runni upp !!!!
Heiðskírt og milli 25 og 30 stiga hiti og í kvöld er Man. U. að spila við Celtics hér í Seattle!!!!
Auðvitað eigum við miða.
Annars held ég að ég fari að sækja um tónleikastyrk, eru þeir ekki í boði einhverstaðar?
Einhver ( Kúkkí ), laug því að mér að R.E.M. væri að koma en ég finn það hvergi. Ég von að hún hafi rétt fyrir sér í þessu einsog flestu örðu......
Björk er að koma en það er uppselt, Portishead, 3 doors down, Moby og Kiss fyrir þá sem vilja það. Hvernig á ég að komast yfir þetta allt saman með skólanum ?
Ef einhver veit um sjóð sem veitir styrki til námsmanns sem langar á tónleika látið mig endilega vita.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:00 e.h.
mánudagur, júlí 21, 2003
Það er fullkomnlega eðlileg skýring á því hvað við erum löt að skrifa. Við vorum nefnilega að eignast bíl svona nýjan gamalan bíl. Þetta er silfurlituð Honda Accord sem getur blikkað augunum ( þannig líst ég allavega bílum með framljósum sem lyftast upp úr húddinu þegar ég var aðeins yngri).
Kúkkí minnist á veður blíðina hérna í Sesamestræti, nýr bíll og geislaspilari í bílum.....þarf að útskýra þetta nokkuð frekar.
Raunar er þetta ekki alveg sannleikanum sannkvæmt, því við höfum víst verið að lesa. Kúkkí fyrir sínar 15 einingar, Oscar fyrir prófið sitt og eitthvað gengur hægt hjá mér að lesa nýja Harry Potter.
Nú styttist samt í að við setjum græjurnar í botn og rútnum um bæinn, bensínið hérna er líka svo miklu ódýrar heldur en heima að við þurfum ekki að hafa sannviskubit yfir því.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:15 e.h.
|
 |